Innlent

Vinsældir forsetans aukast

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vinsældir Ólafs Ragnars eru að aukast.
Vinsældir Ólafs Ragnars eru að aukast.
Flestir bera mikið traust til Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, ef marka má nýja könnun sem MMR gerði á trausti til stjórnmálamanna. Um 41,7% treysta Ólafi Ragnari og eykst traustið mikið frá síðustu könnun sem gerð var í maí 2010. Þá sögðust um 26,7% treysta honum.

Jafnframt segjast 22,3% bera mikið traust til Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra en þeir voru 37,6% í síðustu könnun. Jafnframt kváðust 16,9% bera mikið traust til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra en 23,9% í síðustu könnun.

Traust til Bjarna Benediktssonar eykst. Nú sögðust 19,1% bera mikið traust til Bjarna en þeir voru 13,8% í síðustu könnun.

Hlutfall þeirra sem segjast bera lítið traust til forseta Íslands hefur líka snarbreyst. Í síðustu könnun sögðust 46,9% aðspurðra bera lítið traust til Ólafs Ragnars en nú voru þeir 25,3%.

Könnunin var gerð dagana 8. til 11. mars síðastliðinn á netinu og í gegnum síma. Svarfjöldi var 902 einstaklingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×