Innlent

Seltjarnarnesbær braut persónuverndarlög

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar.
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar.
Seltjarnarnesbær braut persónuverndarlög þegar starfsmenn bæjarskrifstofu áframsendu tölvupóst fyrrverandi starfsmanns á almennt netfang bæjarskrifstofanna. Póstur úr einkanetfangi hennar var sendur á postur@seltjarnarnes.is

Í úrskurði Persónuverndar segir að í tölvupóstskeytum sem send eru manna á milli séu persónuupplýsingar ef beint eða óbeint er hægt að rekja þau og/eða efni þeirra til tiltekins einstaklings eða tiltekinna einstaklinga. Vinnsla persónuupplýsinga er skilgreind sem sérhver aðgerð eða röð aðgerða þar sem unnið er með persónuupplýsingar. Sú aðgerð Seltjarnarnesbæjar að framsenda tölvupóst kvartanda í annað pósthólf sé vinnsla persónuupplýsinga í skilningi laga. Vinnslan hafi verið óheimil.

Persónuvernd kemst þannig að þeirri niðurstöðu að Seltjarnarnesbær hafi brotið lög um persónuvernd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×