Goðafoss strandaði við Noreg - 500 til 800 tonn af olíu um borð 17. febrúar 2011 21:40 Mynd frá Redningsselskapet í Noregi. „Við vitum ekki hve miklar skemmdirnar eru, en það er verið að vinna að öllu sem gert er þegar svona gerist," segir Ólafur William Hand markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Eimskip. Enginn í fjórtán manna áhöfn skipsins er slasaður. Flutningaskipið Goðafoss strandaði við Fredrikstad í Østfold í Noregi klukkan hálf níu að norskum tíma þegar það var á leið til Helsingborg í Svíþjóð. Blaðið Dagbladet.no segir að olía leki úr skipinu. Ólafur segir að norska strandgæslan sé á leiðinni á svæðið með flotgirðingar til að koma í veg fyrir olíumengun. „Veðrið og aðstæður á svæðinu eru mjög góðar. Áhöfnin er örugg um borð og eru að vinna sína vinnu þegar svona kemur upp," segir Ólafur en fjórtán manna áhöfn er um borð. Ekki er vitað hvers vegna skipið strandaði en veðrið er, eins og áður segir, mjög gott. „Það er bara verið að vinna í björgunarmálum núna, þetta er skerjagarður, en við vitum ekki hvað hefur gerst, það verður skoðað síðar, nú er verið að vinna að því að koma í veg fyrir mengunarslys," segir Ólafur. Blaðið Aftenposten segir að slagsíða sé komin á skipið, allt að átta til tíu gráður. Þá er einnig haft eftir Paul Overgaard Bust, björgunarmanni á vettvangi, að talsverð olíulykt sé á svæðinu og telja þeir að allt að 500 til 800 tonn af olíu kunni að vera um borð í skipinu og er viðbúnaður því mikill á svæðinu. Goðafoss er 165 metra langur og 28 metrar á breidd og vegur yfir 17 þúsund tonn. Norska Ríkisútvarpið er með beina útsendingu frá slysstað. Hægt er að horfa á NRK1 á Stöð 2 Fjölvarp en einnig er hægt að fylgjast með heimasíðu þeirra hér. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
„Við vitum ekki hve miklar skemmdirnar eru, en það er verið að vinna að öllu sem gert er þegar svona gerist," segir Ólafur William Hand markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Eimskip. Enginn í fjórtán manna áhöfn skipsins er slasaður. Flutningaskipið Goðafoss strandaði við Fredrikstad í Østfold í Noregi klukkan hálf níu að norskum tíma þegar það var á leið til Helsingborg í Svíþjóð. Blaðið Dagbladet.no segir að olía leki úr skipinu. Ólafur segir að norska strandgæslan sé á leiðinni á svæðið með flotgirðingar til að koma í veg fyrir olíumengun. „Veðrið og aðstæður á svæðinu eru mjög góðar. Áhöfnin er örugg um borð og eru að vinna sína vinnu þegar svona kemur upp," segir Ólafur en fjórtán manna áhöfn er um borð. Ekki er vitað hvers vegna skipið strandaði en veðrið er, eins og áður segir, mjög gott. „Það er bara verið að vinna í björgunarmálum núna, þetta er skerjagarður, en við vitum ekki hvað hefur gerst, það verður skoðað síðar, nú er verið að vinna að því að koma í veg fyrir mengunarslys," segir Ólafur. Blaðið Aftenposten segir að slagsíða sé komin á skipið, allt að átta til tíu gráður. Þá er einnig haft eftir Paul Overgaard Bust, björgunarmanni á vettvangi, að talsverð olíulykt sé á svæðinu og telja þeir að allt að 500 til 800 tonn af olíu kunni að vera um borð í skipinu og er viðbúnaður því mikill á svæðinu. Goðafoss er 165 metra langur og 28 metrar á breidd og vegur yfir 17 þúsund tonn. Norska Ríkisútvarpið er með beina útsendingu frá slysstað. Hægt er að horfa á NRK1 á Stöð 2 Fjölvarp en einnig er hægt að fylgjast með heimasíðu þeirra hér.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira