Goðafoss strandaði við Noreg - 500 til 800 tonn af olíu um borð 17. febrúar 2011 21:40 Mynd frá Redningsselskapet í Noregi. „Við vitum ekki hve miklar skemmdirnar eru, en það er verið að vinna að öllu sem gert er þegar svona gerist," segir Ólafur William Hand markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Eimskip. Enginn í fjórtán manna áhöfn skipsins er slasaður. Flutningaskipið Goðafoss strandaði við Fredrikstad í Østfold í Noregi klukkan hálf níu að norskum tíma þegar það var á leið til Helsingborg í Svíþjóð. Blaðið Dagbladet.no segir að olía leki úr skipinu. Ólafur segir að norska strandgæslan sé á leiðinni á svæðið með flotgirðingar til að koma í veg fyrir olíumengun. „Veðrið og aðstæður á svæðinu eru mjög góðar. Áhöfnin er örugg um borð og eru að vinna sína vinnu þegar svona kemur upp," segir Ólafur en fjórtán manna áhöfn er um borð. Ekki er vitað hvers vegna skipið strandaði en veðrið er, eins og áður segir, mjög gott. „Það er bara verið að vinna í björgunarmálum núna, þetta er skerjagarður, en við vitum ekki hvað hefur gerst, það verður skoðað síðar, nú er verið að vinna að því að koma í veg fyrir mengunarslys," segir Ólafur. Blaðið Aftenposten segir að slagsíða sé komin á skipið, allt að átta til tíu gráður. Þá er einnig haft eftir Paul Overgaard Bust, björgunarmanni á vettvangi, að talsverð olíulykt sé á svæðinu og telja þeir að allt að 500 til 800 tonn af olíu kunni að vera um borð í skipinu og er viðbúnaður því mikill á svæðinu. Goðafoss er 165 metra langur og 28 metrar á breidd og vegur yfir 17 þúsund tonn. Norska Ríkisútvarpið er með beina útsendingu frá slysstað. Hægt er að horfa á NRK1 á Stöð 2 Fjölvarp en einnig er hægt að fylgjast með heimasíðu þeirra hér. Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir Sjá meira
„Við vitum ekki hve miklar skemmdirnar eru, en það er verið að vinna að öllu sem gert er þegar svona gerist," segir Ólafur William Hand markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Eimskip. Enginn í fjórtán manna áhöfn skipsins er slasaður. Flutningaskipið Goðafoss strandaði við Fredrikstad í Østfold í Noregi klukkan hálf níu að norskum tíma þegar það var á leið til Helsingborg í Svíþjóð. Blaðið Dagbladet.no segir að olía leki úr skipinu. Ólafur segir að norska strandgæslan sé á leiðinni á svæðið með flotgirðingar til að koma í veg fyrir olíumengun. „Veðrið og aðstæður á svæðinu eru mjög góðar. Áhöfnin er örugg um borð og eru að vinna sína vinnu þegar svona kemur upp," segir Ólafur en fjórtán manna áhöfn er um borð. Ekki er vitað hvers vegna skipið strandaði en veðrið er, eins og áður segir, mjög gott. „Það er bara verið að vinna í björgunarmálum núna, þetta er skerjagarður, en við vitum ekki hvað hefur gerst, það verður skoðað síðar, nú er verið að vinna að því að koma í veg fyrir mengunarslys," segir Ólafur. Blaðið Aftenposten segir að slagsíða sé komin á skipið, allt að átta til tíu gráður. Þá er einnig haft eftir Paul Overgaard Bust, björgunarmanni á vettvangi, að talsverð olíulykt sé á svæðinu og telja þeir að allt að 500 til 800 tonn af olíu kunni að vera um borð í skipinu og er viðbúnaður því mikill á svæðinu. Goðafoss er 165 metra langur og 28 metrar á breidd og vegur yfir 17 þúsund tonn. Norska Ríkisútvarpið er með beina útsendingu frá slysstað. Hægt er að horfa á NRK1 á Stöð 2 Fjölvarp en einnig er hægt að fylgjast með heimasíðu þeirra hér.
Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir Sjá meira