Innlent

Siðareglur ráðherra: Lesið þær hér

Forsætisráðherra gefur út siðareglurnar
Forsætisráðherra gefur út siðareglurnar
Forsætisráðherra gaf í dag út siðareglur fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar.

Í reglunum er meðal annars fjallað um hagsmunatengsl og hagsmunaárekstra, fjármál og launagreiðslur, háttsemi og framgöngu, samskipti ráðherra við starfslið ráðuneytis og upplýsingagjöf til almennings.

Siðareglurnar eru gefnar út til að efla traust á stjórnsýslunni og gefa almenningi tækifæri til að bera hegðun ráðherra saman við skráðar og útgefnar reglur.

Reglurnar sem gefnar voru út í dag eru fyrstu siðareglurnar sem settar eru á grundvelli laga nr. 86/2010 um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands og fleiri lögum.

Hafinn er undirbúningur að setningu siðareglna fyrir starfsmenn ráðuneytanna.

Siðareglur ráðherra má lesa í heild sinni í meðfylgjandi PDF-skjali sem finna má hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×