Innlent

Mottumars: 1,6 milljónum safnað í nafni Magnúsar

Magnús lést eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hann lagði sitt af mörkum til að styðja við fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins
Magnús lést eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hann lagði sitt af mörkum til að styðja við fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins
Enn streyma inn áheitin í Mottumars á Magnús Guðmundsson sem lést úr krabbameini þann 15. mars. Magnús setti sér það háleita markmið að safna yfir milljón króna í fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins. Sú uppæð sem nú hefur safnast í hans nafni er ríflega 1,6 milljón króna.

Unnusta Magnúsar sagði í viðtali eftir andlát hans hversu glaður hann varð eftir að hann hafði náð að safna 300 þúsund krónum.

Magnús skráði sig til keppni 2. mars. Þann sama dag veiktist hann illa og var lagður inn. Degi síða var hann kominn í öndunarvél á gjörgæslu.

Á áheitasíðuna skrifaði Magnús: „Það vex nánast ekkert skegg á mér þar sem að ég er með Krabbamein og er í meðferð, en það litla sem vex kemur allavega á efri vörina. vonum að þetta verði sjáanlegt í lok mánaðarins. annars er það bara hugurinn sem gildir ekki satt."

Síðuna má sjá hér.

Fræðsluefni um karlmenn og krabbamein má nálgast á síðu Krabbameinsfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×