Innlent

Ekkert heyrt frá ráðuneytinu

Jón Bjarnason er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Jón Bjarnason er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur enn ekki svarað erindi Hermanns Daðasonar, útgerðarmanns frá Ólafsfirði, frá apríl 2009. Hermann telur að brotið hafi verið á útgerð hans við úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2006/2007.

Í febrúar 2010 ári leitaði Hermann til umboðsmanns Alþingis vegna sinnuleysis ráðuneytisins. Endurtekin loforð þess um að Hermanni yrði svarað voru jafnan svikin.

Í byrjun mars upplýsti umboðsmaður um samskipti sín við ráðuneytið og setti ofan í við það. Við það tækifæri harmaði upplýsingafulltrúi ráðuneytisins dráttinn og sagði: „Það verður farið í það að svara þessu erindi sem allra fyrst.“

Sautján dögum síðar bólar ekki á svari.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×