Lífið

Fá ekki nóg af Kardashian-systrum

Gríðarlega mikið áhorf var á lokaþátt sjöttu þáttaraðar raunveruleikaþáttarins Keeping Up with the Kardashians í vikunni. Þátturinn er sýndur á E!-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum, en um þrjár og hálf milljón Kardashian-þyrstir áhorfendur hlömmuðu sér í sófann og horfðu á þáttinn.

Áhorfið þykir mikið í ljósi þess að E! er kapalsjónvarpsstöð, en þær eru oftast með minna áhorf en stóru sjónvarpsstöðvarnar.

Lokaþátturinn var þrátt fyrir það með meira áhorf en margir þættir sem sýndir voru á sama tíma á NBC, FOX og hinum stóru sjónvarpsstöðvunum.

Bandaríkjamenn virðast ekki vera búnir að fá nóg af Kim Kardashian og systrum hennar. Í október verður brúðkaup Kim og körfuboltamannsins Kris Humphries sýnt í tveimur hlutum, en búast má við að áhorfið á það verði gríðarlegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.