Lífið

Heldur sér í góðu formi

Leikkonan Gwyneth Paltrow segir að engir töfrar séu á bak við gott líkamsform sitt.
Leikkonan Gwyneth Paltrow segir að engir töfrar séu á bak við gott líkamsform sitt.
Gwyneth Paltrow segir að það séu engir töfrar á bak við gott líkamsform sitt. Hin 38 ára leikkona er þekkt fyrir að halda línunum í lagi með reglulegum æfingum og heilbrigðu mataræði.

Paltrow notast við æfingakerfi frá einkaþjálfaranum sínum. „Ég fylgi Tracy Anderson-kerfinu vel eftir. Ég geri æfingarnar fimm sinnum í viku. Ég skutla börnunum í skólann, fer heim og æfi í klukkustund og fimmtán mínútur,“ sagði hún. „Það eru engir töfrar á bak við þetta. Ég geri þetta bara og þetta virkar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.