Lífið

Beðinn um að daðra við Kate Moss

Skjáskot úr myndbandinu. Árna Hjörvari virðist bara hafa gengið nokkuð vel með ofurfyrirsætunni Kate Moss.
Skjáskot úr myndbandinu. Árna Hjörvari virðist bara hafa gengið nokkuð vel með ofurfyrirsætunni Kate Moss.
„Þetta var ansi fyndið," segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku hljómsveitarinnar The Vaccines.

The Vaccines kemur fram í nýju kynningarmyndbandi snyrtivöruframleiðandans Rimmel, ásamt ofurfyrirsætunni Kate Moss. Moss er í aðalhlutverki í myndbandinu og kemur meðal annars við í myndveri þar sem The Vaccines er að spila lag sitt, Do You Wanna.

Hægt er að sjá myndbandið hér á heimasíðunni Dailymotion.com.

Myndbandið var tekið upp um mánuði fyrir brúðkaup Kate Moss og tónlistarmannsins Jamie Hince. „Hún var alveg á kafi í því að plana allt," segir Árni. „Hún sagðist ætla að fara með gæsapartíið sitt á tónlistarhátíðina Isle of Wight og bað um að fá að koma með gæsirnar upp á svið á meðan við vorum að spila. Kate Moss og fimmtán eftirlíkingar upp á svið, við afþökkuðum."

Leikstjóri myndbandsins gerðist svo kræfur að biðja Árna um að daðra við Kate Moss meðan á tökum stóð. Honum fannst hún vera feimin og vildi láta henni líða betur, en á augnabliki í myndbandinu sést að Árna tókst að kæta ofurfyrirsætuna.

„Þetta var fyrsta og væntanlega eina skiptið sem ég fæ tækifæri til að daðra við Kate Moss," segir Árni í léttum dúr. „Gamall draumur allra karlmanna á mínum aldri, ekki satt?" - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.