Lífið

Die Hard 5 verður til

Bruce Willis þreytist seint á því að leika John McClane, lögreglumanninn snjalla frá New York.
Bruce Willis þreytist seint á því að leika John McClane, lögreglumanninn snjalla frá New York.
Die Hard 5 verður að veruleika og leikstjórinn John Moore hefur verið ráðinn til að leikstýra myndinni. Þetta kemur fram á vefsíðunni Deadline.com.

Myndin verður gerð í Rússlandi og það verður forvitnilegt að sjá hvernig John McClane gengur að takast á við Rússana. Willis verður því önnum kafinn á næstunni því hann leikur einnig stórt hlutverk í The Expendables 2.

Upphaflega var gert ráð fyrir því að leikstjórinn Noam Murro myndi stýra myndinni en hann hætti við eftir að hafa verið ráðinn til að leikstýra framhaldsmyndinni 300: Battle of Artemisia. Moore hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við Behind Enemy Lines og Max Payne en hann þurfti engu að síður að fara í gegnum síu hjá Willis sem hefur mikið um leikstjóramálin að segja í Die Hard-myndunum.

Þetta er án nokkurs vafa stærsta mynd Moore sem fær að öllum líkindum hundrað milljónir dollara til ráðstöfunar en síðasta Die Hard-mynd þénaði litlar 384 milljónir dollara á heimsvísu.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.