Innlent

Um 75 milljarðar tapast vegna fjársvika

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Eftirlitsmaður hjá Ríkisskattstjóra gerir ráð fyrir að 75 milljarðar glatist árlega á Íslandi vegna fjársvika og misferlis innan fyrirtækja. Endurskoðendur komi aðeins upp um eitt af hverjum 20 misferlistilvikum.

Þetta kemur fram í grein Jóhanns Ásgrímssonar í nýjasta hefti Tíundar, sem vinnur að skattaeftirliti hjá Ríkisskattstjóra,. Hann byggir á alþjóðlegri rannsókn sem gerð var í meira en 100 löndum og tók til tæplega 2000 misferlismála. Rannsóknin bendir til að fyrirtæki og stofnanir tapi allt að 5 prósent tekna sinna á hverju ári vegna misferlis og fjárdráttar starfsmanna. Jóhann segir að tölurnar séu sláandi líkar milli landa og því sé vel hægt að heimfæra niðurstöðurnar á Ísland.

„Ef við notum sömu aðferðir og er notað í þessum gögnum og skýrslum sem ég hef verið að lesa, þá má ætla að það séu um 75 milljarðar hér á landi sem fara í súginn eða misfarast af misferlisástæðum á hverju ári," segir Jóhann Ásgrímsson.

Í greininni fjallar Jóhann einnig um það hvernig misferli uppgötvast. Hann segir sláandi að ábendingar frá þriðja aðila verði til þess að uppræta margfalt fleiri svikamál en fagaðilar. Til dæmis kemst mun oftar upp um svik fyrir tilviljun, en fyrir tilstilli ytri endurskoðenda fyrirtækja, sem aðeins koma upp um eitt af hverjum tuttugu tilvikum. Aðspurður segir Jóhann að það hlutfall virðist vera óeðlilega lágt.

„Það er kannski erfitt að fullyrða mjög mikið. Ef ég reyni að vera sanngjarn, þá er í sjálfu sér ekki hlutverk ytri endurskoðenda að uppgötva misferli. Það er þó sannarlega eitt af verkefnum þeirra að leggja mat á hvort misferli sé til staðar, sem hefur áhrif á ársreikninga félaga og ætti að koma fram í áliti þeirra. Ef við horfum til baka, erum við þá ekki nokkuð viss um að það var misferli innan fjármálastofnana tengdum hruninu, og var það ekki verulegt?"

Hann bætir við að ýmis gögn bendi til þess að endurskoðendur og aðrir fagaðilar búi yfir mestri þekkingu á misferli og úrræðum til að bregðast við því. Hann kunni ekki svör við því hvers vegna það hafi farið fram hjá þeim þrátt fyrir þekkingu þeirra.

Jóhann nefnir þó að hugsanlega séu menn ekki eins óháðir og þeir vilja vera láta.

„Þetta eru samverkandi þættir. Það er margt annað sem brást líka og það er mjög erfitt að standa á móti öllum hlutum þegar allt annað í umhverfinu er að bregðast. Ég held að þeir eigi sér málsvörn í því," segir Jóhann. )

Þetta kemur fram í grein Jóhanns Ásgrímssonar, sem vinnur að skattaeftirliti hjá Ríkisskattstjóra, í nýjasta hefti Tíundar. Hann byggir á alþjóðlegri rannsókn sem gerð var í meira en 100 löndum og tók til tæplega 2000 misferlismála. Rannsóknin bendir til að fyrirtæki og stofnanir tapi allt að 5 prósent tekna sinna á hverju ári vegna misferlis og fjárdráttar starfsmanna. Jóhann segir að tölurnar séu sláandi líkar milli landa og því sé vel hægt að heimfæra niðurstöðurnar á Ísland.

Í greininni fjallar Jóhann einnig um það hvernig misferli uppgötvast. Hann segir sláandi að ábendingar frá þriðja aðila verði til þess að uppræta margfalt fleiri svikamál en fagaðilar. Eins og sést í meðfylgjandi töflu kemst til dæmis mun oftar upp um svik fyrir tilviljun, en fyrir tilstilli ytri endurskoðenda fyrirtækja, sem aðeins koma upp um eitt af hverjum tuttugu tilvikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×