Fjölskyldan í Aratúni hótar sjö einstaklingum lögsókn Andri Ólafsson skrifar 3. febrúar 2011 18:54 Fjölskylda sem átti í harðvítugum nágrannadeilum í Aratúni í Garðabæ hefur hótað sjö einstaklingum lögsókn og krefst hundruð þúsunda króna í skaðabætur ef þeir biðjast ekki afsökunar á ummælum sem þeir létu falla um fjölskylduna á netinu. Síðasta sumar var töluvert fjallað um nágrannaerjurnar í Aratúni í fjölmiðlum. Þar höfðu tvær fjölskyldur deilt í áraraðir. Fréttir af framkomu annarar fjölskyldunnar vöktu mikil og hörð viðbrögð, sérstaklega ef marka má ýmis ummæli sem látin voru falla í athugasemdakerfi dv.is Einn skrifaði að setja ætti fjölskylduna í vel afgirt búr í húsdýragarðinum Annar sagði að best væri fyrir samfélagið að fjölskyldunni yrði fargað eins og skepnum. Og enn annar sagði það ætti kála þessu helvítis drasli. Fjölskyldan í Aratúni hefur nú sent sjö einstaklingum bréf þar sem þeim er boðið að borga 100 þúsund krónur í skaðabætur, draga ummæli sín tilbaka og biðjast afsökunar. Einstaklingarnir sjö hafa fram á sunnudag til að taka þessu boði. Geri þeir það ekki mun fjölskyldan höfða meiðyrðamál. Ekki aðeins verður höfað meiðyrðamál á hendur þeim sem skrifuðu ummælin, heldur einni á hendur DV fyrir að hýsa þau á fréttasíðu sinni. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður segir að ástæðan sé sú að ærumeiðing sé eitt en dreifing ummæla sé sjálfstætt brot Vilhjálmur segist telja að þetta sé fyrsta málið þar sem tekist verður á um ummæli úr athugasemdakerfum fyrir dómstólum. „Það er kominn tími til þess að það sé komið böndum á þessa umræðu í netheimum," segir Vilhjálmur. Þau séu komin út fyrir öll velsæmismörk. Fólk verði að átta sig á því að ummæli sem séu látin falla á netinu geti verið alveg jafn ærumeiðandi og ummæli í blaðagrein. Eftir að lögmaður fjölskyldunanr sendi þessi bréf hefur henni borist nafnlausar hótanir í sms skeytum. Nágrannadeilur Garðabær Nágrannadeilur í Aratúni Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Fjölskylda sem átti í harðvítugum nágrannadeilum í Aratúni í Garðabæ hefur hótað sjö einstaklingum lögsókn og krefst hundruð þúsunda króna í skaðabætur ef þeir biðjast ekki afsökunar á ummælum sem þeir létu falla um fjölskylduna á netinu. Síðasta sumar var töluvert fjallað um nágrannaerjurnar í Aratúni í fjölmiðlum. Þar höfðu tvær fjölskyldur deilt í áraraðir. Fréttir af framkomu annarar fjölskyldunnar vöktu mikil og hörð viðbrögð, sérstaklega ef marka má ýmis ummæli sem látin voru falla í athugasemdakerfi dv.is Einn skrifaði að setja ætti fjölskylduna í vel afgirt búr í húsdýragarðinum Annar sagði að best væri fyrir samfélagið að fjölskyldunni yrði fargað eins og skepnum. Og enn annar sagði það ætti kála þessu helvítis drasli. Fjölskyldan í Aratúni hefur nú sent sjö einstaklingum bréf þar sem þeim er boðið að borga 100 þúsund krónur í skaðabætur, draga ummæli sín tilbaka og biðjast afsökunar. Einstaklingarnir sjö hafa fram á sunnudag til að taka þessu boði. Geri þeir það ekki mun fjölskyldan höfða meiðyrðamál. Ekki aðeins verður höfað meiðyrðamál á hendur þeim sem skrifuðu ummælin, heldur einni á hendur DV fyrir að hýsa þau á fréttasíðu sinni. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður segir að ástæðan sé sú að ærumeiðing sé eitt en dreifing ummæla sé sjálfstætt brot Vilhjálmur segist telja að þetta sé fyrsta málið þar sem tekist verður á um ummæli úr athugasemdakerfum fyrir dómstólum. „Það er kominn tími til þess að það sé komið böndum á þessa umræðu í netheimum," segir Vilhjálmur. Þau séu komin út fyrir öll velsæmismörk. Fólk verði að átta sig á því að ummæli sem séu látin falla á netinu geti verið alveg jafn ærumeiðandi og ummæli í blaðagrein. Eftir að lögmaður fjölskyldunanr sendi þessi bréf hefur henni borist nafnlausar hótanir í sms skeytum.
Nágrannadeilur Garðabær Nágrannadeilur í Aratúni Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira