Þekkileg söngvaraplata Trausti Júlíusson skrifar 3. janúar 2011 06:00 Draumskógur með Valgerði Guðnadóttur. Tónlist Draumskógur Valgerður Guðnadóttir Valgerður Guðnadóttir vakti fyrst athygli þegar hún söng hlutverk Maríu Magdalenu í Jesús Christ Superstar í Verzló 1994. Síðan hefur hún verið iðin við kolann, numið söng og sungið stór hlutverk í fjölmörgum leikhúsverkum, þ.ám. Söngvaseið. Draumskógur er hennar fyrsta sólóplata og hún er að mörgu leyti vel heppnuð. Á plötunni eru ellefu sígild popplög, íslensk og erlend, í nýjum útsetningum. Þetta eru allt fallegar söngmelódíur. Þarna eru til dæmis Orfeus og Evridís Megasar, Ský á himni eftir Spilverkið, Kate Bush-lagið The Man With The Child In His Eyes með íslenskum texta og Draumaprinsinn eftir Magnús Eiríksson. Lögin eru útsett fyrir strengjasveit, píanó, kassagítar, slagverk og þverflautu. Útsetningarnar, sem eru í höndum Þorvaldar Bjarna og Vignis Snæs, eru smekklegar og gefa rödd Valgerðar mikið pláss. Söngurinn er hér í aðalhlutverki, sem kemur vel út, enda Valgerður fyrsta flokks söngkona. Á heildina litið notaleg plata, fín til að slá á fimbulkuldann og jólastressið. Niðurstaða: Notalegt popp. Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Draumskógur Valgerður Guðnadóttir Valgerður Guðnadóttir vakti fyrst athygli þegar hún söng hlutverk Maríu Magdalenu í Jesús Christ Superstar í Verzló 1994. Síðan hefur hún verið iðin við kolann, numið söng og sungið stór hlutverk í fjölmörgum leikhúsverkum, þ.ám. Söngvaseið. Draumskógur er hennar fyrsta sólóplata og hún er að mörgu leyti vel heppnuð. Á plötunni eru ellefu sígild popplög, íslensk og erlend, í nýjum útsetningum. Þetta eru allt fallegar söngmelódíur. Þarna eru til dæmis Orfeus og Evridís Megasar, Ský á himni eftir Spilverkið, Kate Bush-lagið The Man With The Child In His Eyes með íslenskum texta og Draumaprinsinn eftir Magnús Eiríksson. Lögin eru útsett fyrir strengjasveit, píanó, kassagítar, slagverk og þverflautu. Útsetningarnar, sem eru í höndum Þorvaldar Bjarna og Vignis Snæs, eru smekklegar og gefa rödd Valgerðar mikið pláss. Söngurinn er hér í aðalhlutverki, sem kemur vel út, enda Valgerður fyrsta flokks söngkona. Á heildina litið notaleg plata, fín til að slá á fimbulkuldann og jólastressið. Niðurstaða: Notalegt popp.
Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira