Lífið

30 kílóum léttari

Jennifer Hudson. MYNDIR/Cover Media
Jennifer Hudson. MYNDIR/Cover Media

Söng- og leikkonan Jennifer Hudson, 29 ára, hefur ekki bara tekið sig í gegn með hreyfingu og réttu mataræði heldur er hún staðráðin í að halda sér í formi en hún ætlar aldrei aftur að leyfa sér að bæta þessum 30 kílóum sem hún missti því í dag er Jennifer orkumeiri og líður vel á sál og líkama.

Jennifer létti sig með því að gjörbreyta mataræðinu. Hún borðar á 2-3 klukkustunda fresti. Hún hefur upplýst að hún borðar aðallega kjúkling, fisk, salat, ávexti, hnetur og hreina djúsa.

Þá er söngkonan dugleg að hreyfa sig samhliða réttu mataræði. Hún æfir með einkaþjálfara sem aðstoðar hana við að lyfta lóðum og skokka fjórum sinnum í viku.

„Ég vil alls ekki léttast meira en ég vil halda áfram að styrkjast og ég tek það fram að þú munt aldrei sjá mig grindhoraða," lét Jennifer hafa eftir sér.

Jennifer, sem eignaðist sitt fyrsta barn, David, sumarið 2009, viðurkennir að eftir að hún grenntist svona mikið getur hún ekki hætt að versla sér ný föt.

Á meðfylgjandi myndum má sjá Jennifer áður en hún tók sig líkamlega í gegn. Þá má sjá hana klædda í svartan þröngan kjól með Neil Lane á GEM verðlaunahátíðinni sem fram fór í New York í gær, laugardaginn 7. janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.