Páll Óskar tekur upp plötu í New York 8. febrúar 2011 10:00 Popparinn vinsæli ætlar að vinna að næstu plötu sinni í New York í sumar. „Ég ætla að hoppa aðeins til New York í sumar. Ég ætla bæði að kúpla mig út og vinna svolítið líka,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann ætlar að vinna að nýrri plötu í New York sem mun fylgja eftir hinu gríðarvinsæla Silfursafni sem kom út fyrir jólin 2008. „Síðan Silfursafnið kom út hef ég ekki gert neitt annað en að troða upp. Þessar mínútur sem ég þarf til að fara í stúdíó til að koma með efni koma ekki og þess vegna þarf ég að búa mér til tíma,“ segir Palli. „Ég klára þetta „show“ með Sinfó í Hörpunni í júní og um leið og það er búið sting ég af.“ Hann kemur aftur heim rétt fyrir Þjóðhátíð í Eyjum í byrjun ágúst þar sem hann treður upp á Húkkaraballinu og aftur á sunnudagskvöldinu. Palli hefur verið vinsæll brúðkaupssöngvari en mun ekki taka að sér slík gigg á þessu ári sökum anna. „Þetta er spurning um að forgangsraða,“ segir hann. Um helgina skemmti popparinn á þorrablóti í Árósum sem gekk eins og í sögu. Í maí fer hann svo aftur til Danmerkur þegar stórir tónleikar með íslenskum Eurovision-flytjendum verða haldnir á staðnum Cirkus. Fleira er á döfinni hjá Páli Óskari því um næstu helgi treður hann upp á tíu ára afmæli skemmtistaðarins Nasa. Fyrr um kvöldið verður hann einnig í sviðsljósinu því þá hleypur hann í skarðið fyrir Ragnhildi Steinunni sem kynnir í úrslitum Eurovision, en Ragnhildur verður erlendis þetta kvöld. „Þetta „meikar sens“ þar sem ég er að taka við keflinu,“ segir Palli og á þar við Eurovision-þættina Alla leið sem hefjast undir hans stjórn í byrjun apríl í Sjónvarpinu. - fb Tónlist Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
„Ég ætla að hoppa aðeins til New York í sumar. Ég ætla bæði að kúpla mig út og vinna svolítið líka,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann ætlar að vinna að nýrri plötu í New York sem mun fylgja eftir hinu gríðarvinsæla Silfursafni sem kom út fyrir jólin 2008. „Síðan Silfursafnið kom út hef ég ekki gert neitt annað en að troða upp. Þessar mínútur sem ég þarf til að fara í stúdíó til að koma með efni koma ekki og þess vegna þarf ég að búa mér til tíma,“ segir Palli. „Ég klára þetta „show“ með Sinfó í Hörpunni í júní og um leið og það er búið sting ég af.“ Hann kemur aftur heim rétt fyrir Þjóðhátíð í Eyjum í byrjun ágúst þar sem hann treður upp á Húkkaraballinu og aftur á sunnudagskvöldinu. Palli hefur verið vinsæll brúðkaupssöngvari en mun ekki taka að sér slík gigg á þessu ári sökum anna. „Þetta er spurning um að forgangsraða,“ segir hann. Um helgina skemmti popparinn á þorrablóti í Árósum sem gekk eins og í sögu. Í maí fer hann svo aftur til Danmerkur þegar stórir tónleikar með íslenskum Eurovision-flytjendum verða haldnir á staðnum Cirkus. Fleira er á döfinni hjá Páli Óskari því um næstu helgi treður hann upp á tíu ára afmæli skemmtistaðarins Nasa. Fyrr um kvöldið verður hann einnig í sviðsljósinu því þá hleypur hann í skarðið fyrir Ragnhildi Steinunni sem kynnir í úrslitum Eurovision, en Ragnhildur verður erlendis þetta kvöld. „Þetta „meikar sens“ þar sem ég er að taka við keflinu,“ segir Palli og á þar við Eurovision-þættina Alla leið sem hefjast undir hans stjórn í byrjun apríl í Sjónvarpinu. - fb
Tónlist Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira