Merkingarlaus stjórnarskrá Sigurður Lîndal skrifar 31. janúar 2011 09:03 Ég veit það að íhaldið er órólegt af því þeir vilja ekki stjórnlagaþing. Þeir eru skíthræddir um það að þá komi inn ákvæði sem þjóðin hefur lengi kallað eftir og barist fyrir. Það er að auðlindirnar verði þjóðareign." Þannig birtust meðal annars viðbrögð Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eftir ályktun Hæstaréttar um að kosningar til fyrirhugaðs stjórnlagaþings væru ógildar. Þessi orð "auðlindirnar verði þjóðareign" og önnur áþekk eru ein helztu tízkuorð stjórnmálaumræðunnar nú um stundir og er þar einkum átt við jarðhita, vatnsafl og nytjastofna á Íslandsmiðum. En um hvað er verið að tala; hvað merkir þetta orð: "þjóðareign"? - Nú eru lendur og lóðir margar í einkaeign, einnig eru víðlend svæði eign ríkis og sveitarfélaga. Auðlindir sem þar er að finna eru eign eigandans, hvort heldur einkaaðila, ríkis eða sveitarfélags. Með veiðireynslu öfluðu menn sér upphaflega veiðiréttinda með námi eða töku á eigendalausum verðmætum - fiski - sem síðar voru nánar afmörkuð með lögum þegar nauðsynlegar reyndist að takmarka sókn í nytjastofnana. Þessi réttindi njóta verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar a.m.k. sem atvinnuréttindi, jafnvel bein eignarréttindi að sumra mati. Þessu hefur aldrei verið andmælt með lagalegum rökum. Orðið þjóðareign í þessu samhengi er þannig merkingarlaust í lögfræðilegum skilningi. Ef nota á það í víðtækari merkingu - eins og Íslendingar "eigi" landið, tunguna og fornbókmenntirnar - er það ónothæft í lagatextum og allri rökræðu. Merkingarlaus orð eða margræð einkenna mjög alla stjórnmálaumræðu á Íslandi og hafa lengi gert. Í skjóli merkingarleysisins þrífst óstjórn og spilling bæði í stjórnmálum og atvinnulífi - ekki sízt í viðskiptum - og til hennar má rekja margvíslegan ófarnað. Stundum hefur verið látið að því liggja að hrunið 2008 megi rekja til stjórnarskrár lýðveldisins og því verði að setja nýja og með því megi byggja upp nýtt Ísland. Allt eru þetta draumórar sem dylja vandann. Orsakir hrunsins eru margvíslegar, en enginn vafi er á að sú merkingarlausa orðræða sem einkennir stjórnmálaumræðuna á þar drjúgan þátt og henni að baki þrífist stjórnarhættir sem bjóða heim óvissu og aðhaldsleysi bæði í landstjórn og lagaframkvæmd. Þegar hugað er að orðum forsætisráðherra um þjóðareign á auðlindunum sem virðist helzta baráttumál hennar, verður ekki annað ályktað en fella eigi hina merkingarlausu orðræðu stjórnmálanna inn í ákvæði stjórnarskrárinnar og síðan fylgi ámóta yfirlýsingar eftir. Með því er verið að veita þessari orðræðu sérstaka vernd, þannig að stjórnmálamenn, hvernig sem þeir eru þenkjandi, geti haldið henni áfram í skjóli stjórnarskrárinnar með þeim afleiðingum sem þegar hefur verið lýst. Á þetta að vera til leiðsagnar við endurreisn Íslands? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég veit það að íhaldið er órólegt af því þeir vilja ekki stjórnlagaþing. Þeir eru skíthræddir um það að þá komi inn ákvæði sem þjóðin hefur lengi kallað eftir og barist fyrir. Það er að auðlindirnar verði þjóðareign." Þannig birtust meðal annars viðbrögð Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eftir ályktun Hæstaréttar um að kosningar til fyrirhugaðs stjórnlagaþings væru ógildar. Þessi orð "auðlindirnar verði þjóðareign" og önnur áþekk eru ein helztu tízkuorð stjórnmálaumræðunnar nú um stundir og er þar einkum átt við jarðhita, vatnsafl og nytjastofna á Íslandsmiðum. En um hvað er verið að tala; hvað merkir þetta orð: "þjóðareign"? - Nú eru lendur og lóðir margar í einkaeign, einnig eru víðlend svæði eign ríkis og sveitarfélaga. Auðlindir sem þar er að finna eru eign eigandans, hvort heldur einkaaðila, ríkis eða sveitarfélags. Með veiðireynslu öfluðu menn sér upphaflega veiðiréttinda með námi eða töku á eigendalausum verðmætum - fiski - sem síðar voru nánar afmörkuð með lögum þegar nauðsynlegar reyndist að takmarka sókn í nytjastofnana. Þessi réttindi njóta verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar a.m.k. sem atvinnuréttindi, jafnvel bein eignarréttindi að sumra mati. Þessu hefur aldrei verið andmælt með lagalegum rökum. Orðið þjóðareign í þessu samhengi er þannig merkingarlaust í lögfræðilegum skilningi. Ef nota á það í víðtækari merkingu - eins og Íslendingar "eigi" landið, tunguna og fornbókmenntirnar - er það ónothæft í lagatextum og allri rökræðu. Merkingarlaus orð eða margræð einkenna mjög alla stjórnmálaumræðu á Íslandi og hafa lengi gert. Í skjóli merkingarleysisins þrífst óstjórn og spilling bæði í stjórnmálum og atvinnulífi - ekki sízt í viðskiptum - og til hennar má rekja margvíslegan ófarnað. Stundum hefur verið látið að því liggja að hrunið 2008 megi rekja til stjórnarskrár lýðveldisins og því verði að setja nýja og með því megi byggja upp nýtt Ísland. Allt eru þetta draumórar sem dylja vandann. Orsakir hrunsins eru margvíslegar, en enginn vafi er á að sú merkingarlausa orðræða sem einkennir stjórnmálaumræðuna á þar drjúgan þátt og henni að baki þrífist stjórnarhættir sem bjóða heim óvissu og aðhaldsleysi bæði í landstjórn og lagaframkvæmd. Þegar hugað er að orðum forsætisráðherra um þjóðareign á auðlindunum sem virðist helzta baráttumál hennar, verður ekki annað ályktað en fella eigi hina merkingarlausu orðræðu stjórnmálanna inn í ákvæði stjórnarskrárinnar og síðan fylgi ámóta yfirlýsingar eftir. Með því er verið að veita þessari orðræðu sérstaka vernd, þannig að stjórnmálamenn, hvernig sem þeir eru þenkjandi, geti haldið henni áfram í skjóli stjórnarskrárinnar með þeim afleiðingum sem þegar hefur verið lýst. Á þetta að vera til leiðsagnar við endurreisn Íslands?
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun