Innlent

Ekki svaravert segir borgarstjóri

Björn Blöndal Aðstoðarmaður borgarstjóra segir Jón Gnarr borgarstjóra ekki telja fullyrðingar um að hann hafi spillt fyrir endurfjármögnun Orkuveitunnar vera svaraverðar.
Björn Blöndal Aðstoðarmaður borgarstjóra segir Jón Gnarr borgarstjóra ekki telja fullyrðingar um að hann hafi spillt fyrir endurfjármögnun Orkuveitunnar vera svaraverðar.
„Við teljum þetta ekki svaravert,“ segir Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra, spurður um frétt Stöðvar 2 í gærkvöld um að ein ástæða þess að illa gangi með endurfjármögnun lána Orkuveitunnar sé Facebook-færsla Jóns um að fyrirtækið sé „á hausnum“.

Stöð 2 sagði ummæli borgarstjórans hafa verið þýdd fyrir erlenda lánardrottna með þeim afleiðingum að helstu lánveitendur ætluðu ekki að endurfjármagna lán Orkuveitunnar.

Björn Blöndal segir Orkuveituna búa að traustu tekjustreymi. Vandinn sé skortur á lausafé vegna mikilla skulda. „Menn hafa verið að vinna hörðum höndum að því að gera áætlanir og finna lausnir á þessum lausafjárvanda og ég vona að það sjái fyrir endann á því fyrr en síðar,“ segir Björn.

Verið er að ganga frá sölu nokkurra eigna Orkuveitunnar úti á landi. Þá er rætt um að frekari gjaldskrárhækkanir séu handan við hornið. Björn segist engu vilja svara um það. „Það væri óábyrgt af mér að segja til um slíkt núna.“

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir nú unnið að áætlun sem kynnt verði mjög bráðlega. „Það eru margar leiðir til að koma einu fyrirtæki fyrir vind. Orkuveitan er ekki að fara á hausinn,“ segir forstjórinn.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×