Kæri Tim: Seðlabankinn óskaði eftir milljarði frá Bandaríkjunum Valur Grettisson skrifar 15. janúar 2011 11:08 Davíð Oddsson þegar hann var seðlabankastjóri. Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, sendi Timothy Geithner, seðlabankastjóra seðlabanka New York, bréf 24. október 2008, þar sem hann óskaði eftir því fyrir hönd seðlabankans að fá að láni einn milljarð dollara til þess að mæta þrengingum efnahagshrunsins. Bréfið, sem er birt í heild sinni á Wikileaks, hefst á orðunum „Kæri Tim" (e. Dear Tim). Davíð óskar í bréfinu eftir gjaldmiðlaskiptasamningi við bankann í ljósi þess að allar lánalínur höfðu lokast hingað til lands eftir bankahrun. Það kemur skýrt fram í bréfinu að Davíð hafði áður óskað eftir gjaldmiðlaskiptasamningi við bankann, eða í september. Þá virðist Geithner hafa neitað honum á þeim forsendum að bankakerfið hér á landi væri of stórt. Auk þess sem Tim, eins og Davíð kallar hann, vildi ekki koma á gjaldmiðlaskiptasamningum nema að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kæmi með einhverjum hætti að ástandinu, sem ríkti hér á landi. Síðan skrifar Davíð: „Eins og þú veist eflaust, þá hefur íslenska bankakerfið minnkað verulega. Auk þess sem íslenska ríkisstjórnin hefur tilkynnt um samkomulag við AGS." Davíð bætti svo við að það væri augljóst að fleiri lán þyrftu að koma til. Í bréfinu tók hann fram að fleiri leiða væri leitað. Að endingu sagði þáverandi seðlabankastjórinn að hann hlakkaði til að fá svör við beiðninni. Sem var þó hafnað að lokum. Fram kemur í skjölum sendiráðs Bandaríkjanna að utanríkisráðuneytið íslenska hafi ekki haft vitneskju um efni bréfsins en vitað af tilvist þess. Þá er í skjölunum sem Wikileaks birtir haft eftir Benedikt Jónssyni, þáverandi starfandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, að utanríkisráðuneytinu hafi verið umhugað um að þar til bær stjórnvöld í Bandaríkjunum fengju beiðni um lánafyrigreiðslu. Benedikt mun hafa sagt bandaríska sendiherranum að búast við beiðni frá ríkisstjórn Íslands í gegnum réttar boðleiðir, strax sama dag. Í athugasemdum frá embættismönnum bandaríska sendiráðsins hér á landi, sem fylgja bréfinu, kom fram þeirra álit, að seðlabankinn hér á landi gætti stöðu sinnar vandlega, og að mati embættismanna, óskynsamlega. Fyrir áhugasama þá má lesa skjalið í heild sinni hér. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, sendi Timothy Geithner, seðlabankastjóra seðlabanka New York, bréf 24. október 2008, þar sem hann óskaði eftir því fyrir hönd seðlabankans að fá að láni einn milljarð dollara til þess að mæta þrengingum efnahagshrunsins. Bréfið, sem er birt í heild sinni á Wikileaks, hefst á orðunum „Kæri Tim" (e. Dear Tim). Davíð óskar í bréfinu eftir gjaldmiðlaskiptasamningi við bankann í ljósi þess að allar lánalínur höfðu lokast hingað til lands eftir bankahrun. Það kemur skýrt fram í bréfinu að Davíð hafði áður óskað eftir gjaldmiðlaskiptasamningi við bankann, eða í september. Þá virðist Geithner hafa neitað honum á þeim forsendum að bankakerfið hér á landi væri of stórt. Auk þess sem Tim, eins og Davíð kallar hann, vildi ekki koma á gjaldmiðlaskiptasamningum nema að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kæmi með einhverjum hætti að ástandinu, sem ríkti hér á landi. Síðan skrifar Davíð: „Eins og þú veist eflaust, þá hefur íslenska bankakerfið minnkað verulega. Auk þess sem íslenska ríkisstjórnin hefur tilkynnt um samkomulag við AGS." Davíð bætti svo við að það væri augljóst að fleiri lán þyrftu að koma til. Í bréfinu tók hann fram að fleiri leiða væri leitað. Að endingu sagði þáverandi seðlabankastjórinn að hann hlakkaði til að fá svör við beiðninni. Sem var þó hafnað að lokum. Fram kemur í skjölum sendiráðs Bandaríkjanna að utanríkisráðuneytið íslenska hafi ekki haft vitneskju um efni bréfsins en vitað af tilvist þess. Þá er í skjölunum sem Wikileaks birtir haft eftir Benedikt Jónssyni, þáverandi starfandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, að utanríkisráðuneytinu hafi verið umhugað um að þar til bær stjórnvöld í Bandaríkjunum fengju beiðni um lánafyrigreiðslu. Benedikt mun hafa sagt bandaríska sendiherranum að búast við beiðni frá ríkisstjórn Íslands í gegnum réttar boðleiðir, strax sama dag. Í athugasemdum frá embættismönnum bandaríska sendiráðsins hér á landi, sem fylgja bréfinu, kom fram þeirra álit, að seðlabankinn hér á landi gætti stöðu sinnar vandlega, og að mati embættismanna, óskynsamlega. Fyrir áhugasama þá má lesa skjalið í heild sinni hér.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira