Innlent

Nam 101 milljarði króna

Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um fimmtán milljarða króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs miðað við sama tíma ári fyrr.
Fréttablaðið/Stefán
Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um fimmtán milljarða króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs miðað við sama tíma ári fyrr. Fréttablaðið/Stefán
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 101 milljarði króna á fyrstu níu mánuðum nýliðins árs samanborið við rúma 86 milljarða á sama tímabili árið 2009, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Þetta er fimmtán milljarða króna aukning á milli ára, eða 17,8 prósent.

Mesta aflaverðmætið fékkst fyrir botnfisk, 70,8 milljarðar króna. Það er 19,4 prósentum meira en á fyrstu níu mánuðum 2009. Aflaverðmæti þorskafla nam 33,3 milljörðum, sem er um 27 prósenta hækkun á milli ára. Af öðrum tegundum nam aflaverðmæti flatfisks 7,5 milljörðum króna, sem er 5,2 prósenta samdráttur. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×