Íslenskri hönnun stolið 10. febrúar 2011 21:00 Friðgerður segir erfitt að sporna við stuldi á hönnun. Á tölvuskjánum sjást Ashton Kutcher og Demi Moore fyrir framan umræddan vegg í Sao Paulo. Mynd/GVA Tískuvikunni í Sao Paulo í Brasilíu lauk nú fyrir nokkrum dögum. Þar mátti sjá bregða fyrir íslenskri hönnun sem höfundurinn kannast þó ekki við að hafa selt til Brasilíu. „Þeir eru nákvæmlega eins að öllu leyti en ég er nokkuð viss um að þetta er ekki mín útgáfa. Þessir virðast stærri en í sömu hlutföllum," segir Friðgerður Guðmundsdóttir vöruhönnuður. Súpermódel og Hollywood-stjörnur voru ljósmyndaðar á tískuvikunni í Sao Paulo á dögunum fyrir framan hvítan vegg úr pappa. Sláandi líkindi eru með veggnum og pappaveggnum Stuðlum, lokaverkefni Friðgerðar við LHÍ árið 2008. Stuðlar Friðgerðar eru framleiddir af Prentsmiðjunni Odda. Gisele Bündchen spókar sig fyrir framan Stuðlana í Sao Paulo. Mynd/Getty Verslunin Epal í Skeifunni annast smásölu á Stuðlum og seldi meðal annars breska viðburðafyrirtækinu Timebased Stuðla. Þar kannast fólk þó ekki við að hafa sent Stuðla til Brasilíu. "Við komum ekki nálægt tískuvikunni í Sao Paulo," segir Rachel Hudson, viðburðastjóri Timebased. Hún segir fyrirtækið einungis hafa notað Stuðla á viðburði í London, Schuh AW09 press day og ASOS SS10 press day. "Þar komu þeir mjög vel út," segir hún. Hönnun Friðgerðar gæti því hafa verið stolið en ekki náðist í aðstandendur tískuvikunnar í Sao Paulo í gær. Stuðlar Friðgerðar. Mynd/Spessi Stuðlar hafa verið sýndir víða, meðal annars í Danmörku og á heimssýningunni í Singapore í vetur. Eins hefur Friðgerður fengið umfjöllun í tímaritum og Stuðlar voru meðal annars valdir sem eitt af þremur bestu nemendaverkefnunum á Norðurlöndunum árið 2008 af Sænska hönnunartímaritinu Forum Aid. Aðspurð segir Friðgerður erfitt að sporna við stuldi á hönnun. Dýrt sé að verða sér úti um einkaleyfi eða hönnunarvernd á vöru og enn dýrara að lögsækja þann sem stelur. Hún tekur fréttunum létt. "Kannski er bara heiður að einhverjum finnst hönnunin nógu góð til að stela henni," segir hún hlæjandi. "Auðvitað hefði samt verið skemmtilegra ef þeir hefðu keypt af okkur." heida@frettabladid.is Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Tískuvikunni í Sao Paulo í Brasilíu lauk nú fyrir nokkrum dögum. Þar mátti sjá bregða fyrir íslenskri hönnun sem höfundurinn kannast þó ekki við að hafa selt til Brasilíu. „Þeir eru nákvæmlega eins að öllu leyti en ég er nokkuð viss um að þetta er ekki mín útgáfa. Þessir virðast stærri en í sömu hlutföllum," segir Friðgerður Guðmundsdóttir vöruhönnuður. Súpermódel og Hollywood-stjörnur voru ljósmyndaðar á tískuvikunni í Sao Paulo á dögunum fyrir framan hvítan vegg úr pappa. Sláandi líkindi eru með veggnum og pappaveggnum Stuðlum, lokaverkefni Friðgerðar við LHÍ árið 2008. Stuðlar Friðgerðar eru framleiddir af Prentsmiðjunni Odda. Gisele Bündchen spókar sig fyrir framan Stuðlana í Sao Paulo. Mynd/Getty Verslunin Epal í Skeifunni annast smásölu á Stuðlum og seldi meðal annars breska viðburðafyrirtækinu Timebased Stuðla. Þar kannast fólk þó ekki við að hafa sent Stuðla til Brasilíu. "Við komum ekki nálægt tískuvikunni í Sao Paulo," segir Rachel Hudson, viðburðastjóri Timebased. Hún segir fyrirtækið einungis hafa notað Stuðla á viðburði í London, Schuh AW09 press day og ASOS SS10 press day. "Þar komu þeir mjög vel út," segir hún. Hönnun Friðgerðar gæti því hafa verið stolið en ekki náðist í aðstandendur tískuvikunnar í Sao Paulo í gær. Stuðlar Friðgerðar. Mynd/Spessi Stuðlar hafa verið sýndir víða, meðal annars í Danmörku og á heimssýningunni í Singapore í vetur. Eins hefur Friðgerður fengið umfjöllun í tímaritum og Stuðlar voru meðal annars valdir sem eitt af þremur bestu nemendaverkefnunum á Norðurlöndunum árið 2008 af Sænska hönnunartímaritinu Forum Aid. Aðspurð segir Friðgerður erfitt að sporna við stuldi á hönnun. Dýrt sé að verða sér úti um einkaleyfi eða hönnunarvernd á vöru og enn dýrara að lögsækja þann sem stelur. Hún tekur fréttunum létt. "Kannski er bara heiður að einhverjum finnst hönnunin nógu góð til að stela henni," segir hún hlæjandi. "Auðvitað hefði samt verið skemmtilegra ef þeir hefðu keypt af okkur." heida@frettabladid.is
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira