Innlent

Arreaga gerð grein fyrir þinghelgi Birgittu

Erla Hlynsdóttir skrifar
Luis E. Arreaga kom á fund í utanríkisráðuneytinu í morgun
Luis E. Arreaga kom á fund í utanríkisráðuneytinu í morgun

Utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Bandaríkjanna, Luis E. Arreaga, á fund í ráðuneytinu í morgun vegna úrskurðar að kröfu bandarískra yfirvalda um að samskiptasíðan Twitter afhendi persónuleg gögn Birgittu Jónsdóttur alþingismanns.

Ráðuneytisstjóri og þjóðréttarfræðingur sátu fundinn fyrir hönd utanríkisráðuneytisins.

Þeir kölluðu eftir frekari upplýsingum um málið og lýstu yfir alvarlegum áhyggjum af því að sakamálarannsókn beindist að íslenskum þingmanni með þessum hætti. Ljóst væri að þingmaðurinn nyti þinghelgi hér á landi og að ekki yrði ekki skilið á milli þingmannsins og Alþingis.

Samkvæmt upplýsingum frá Urði Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, lögðu þeir áherslu á að ekki yrði frekari röskun á störfum þingmannsins, þar með talið ferðafrelsi og möguleikum á því að taka þátt í pólitískri umræðu á alþjóðavettvangi.

Vísir greindi frá því í morgun að Birgitta er á leiðinni til Kanada þar sem hún heldur ræðu um IMMI-verkefnið, en það snýst um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Vegna stefnu Bandaríkjamanna ætlar Birgitta ekki að millilenda í Bandaríkjunum heldur ferðast hún þess í stað í gegn um London í Bretlandi.






Tengdar fréttir

Innanríkisráðherra segir mál Birgittu alvarlegt

Innanríkisráðherra segir það alvarlegt mál að bandarísk yfirvöld óski eftir persónuupplýsingum íslensks þingmanns sem sæti eigi í utanríkismálanefnd Alþingis. Dómstóll vestra hefur krafist þess að Twitter samskiptasíðan afhenti öll gögn um Birgittu Jónsdóttur þingmann Hreyfingarinnar og hafa allir helstu fjölmiðlar heims greint frá þessu í dag.

Ólíðandi að vera sett undir hatt glæpamanns

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar býst við að bandarísk stjórnvöld hafi óskað eftir gögnum um hana af fleiri vefsíðum en Twitter, en þeirri síðu hefur verið stefnt til að afhenda öll gögn um hana.

Bandaríkjamenn vilja upplýsingar um Birgittu

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur farið fram á að samskiptasíðan Twitter afhendi ráðuneytinu allar færslur Birgittu Jónsdóttur þingmanns Hreyfingarinnar og aðrar persónuupplýsingar hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×