Viðskipti erlent

Co-operative Group hefur áhuga á Iceland

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjölmargir hafa áhuga á Iceland.
Fjölmargir hafa áhuga á Iceland.
Breska kaupfélagið Co-operative Group íhugar að kaupa hlut í Iceland verslunarkeðjunni. Co-operative Group er risastórt félag á Bretlandi. Það starfar meðal annars á matvælamarkaði, í ferðaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og útfararþjónustu.

Peter Marks, framkvæmdastjóri Co-operative Group, segir að hann muni kanna möguleika á því að kaupa hlut í fyrirtækinu. Hann sé þó alls ekki tilbúinn með neitt tilboð.

„Við skoðum alltaf möguleika á því að stækka. Við höfum sett okkur það markmið að opna 200 verslanir til viðbótar á tveimur árum og við höfum mikinn metnað um að stækka kjarnastarfsemi okkar, sem er meðal annars á sviði matvæla. Ef Iceland er á markaðnum þá skoðum við auðvitað þær eignir sem liggja þar að baki," segir Marks.

Sem kunnugt er var Iceland að stórum hluta í eigu Baugs Group. Skilanefnd Landsbankans tók svo yfir hlutinn eftir að Baugur fór í þrot.

Fjölmargar af stærstu verslunarkeðjum í Bretlandi hafa lýst yfir áhuga á að eignast hlut Landsbankans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×