Viðskipti erlent

Lítið um bombur hjá Bernanke

Þeir sem búist höfðu við því að Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, myndi tilkynna um róttækar aðgerðir í efnahagsmálum í ræðu sinni í dag urðu fyrir vonbrigðum. Í ræðunni sagði hann að seðlabankinn myndi beita sínum tækjum á viðeigandi máta eins og hann orðaði það til þess að örva hagkerfið. Hann fór hinsvegar ekkert út í smáatriði hvað það varðar en margir höfðu búist við því að tilkynnt yrði um stórfelld kaup á skuldabréfum eða þessháttar aðgerðir.

Í ræðunni viðurkenndi Bernanke að lítill vafi leiki á að því að ástandið í Bandaríkjunum og skuldavandi Evrópuríkja væri mikil ógn við efnahagslegan stöðugleika. Hann staðhæfði hinsvegar að efnahagurinn sé að batna og að til langs tíma litið sé staða bandarísk hagkerfis sterk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×