Yfirgefur Dalvík af illri nauðsyn og flytur suður 26. ágúst 2011 07:00 með strákunum Matti með strákunum sínum tveimur sem hafa æft með Víkingi í sumar. Feðgarnir eru að flytja til Reykjavíkur eftir fjögurra ára dvöl á Dalvík.fréttablaðið/anton „Við erum af illri nauðsyn að flytja í bæinn," segir tónlistarmaðurinn Matthías Matthíasson. Hann hefur búið á Dalvík undanfarin fjögur ár með fjölskyldu sinni en núna verður breyting þar á. „Það er bara brjálað að gera. Ég er nánast ekkert búinn að koma til Dalvíkur síðan í janúar. Þetta var orðin hálfgerð fjarbúð og ekki nógu mikill tími með börnunum og annað. Við ákváðum að taka þetta skref núna. Maður verður að elta vinnuna þangað sem hún er," segir Matti. Hann leikur í söngleiknum Hárið sem verður sýndur í Hörpunni í september auk þess sem hann hefur nóg að gera í smærri söngverkefnum, þar á meðal brúðkaupum og jarðarförum. Hljómsveitin Vinir Sjonna ætlar einnig að vera meira áberandi á næstunni. „Það var orðið svo dýrt að fara á milli. Ég gafst upp eftir einn mánuð þegar ég borgaði yfir tvö hundruð þúsund í flugfargjöld. Þá var þetta hætt að vera spurning." Matti og fjölskylda eru þessa dagana að leita sér að húsi í Fossvogi eða í Gerðunum, auk þess sem húsið þeirra á Dalvík er til sölu. Hann segir tímann á Dalvík hafa verið hreint út sagt dásamlegan. „Ég hefði ekki getað hugsað mér betri tíma með börnunum mínum á Dalvík, að byggja þau upp og gera þau að sterkum einstaklingum," segir hann og á við tvo syni sína sem eru í 1. og 4. bekk. Verður ekkert erfitt að rífa þá upp þaðan? „Það sem hjálpar til er að allt okkar bakland er nánast í Reykjavík og á því svæði: ömmur og afar, frænkur og frændur og systkini okkar hjóna. Við fengum að vera með þá í Fossvogsskóla í vetur. Þeir hafa fengið að spila fótbolta með Víkingi í sumar og labba beint í félagahópana þaðan. Það mýkir aðeins höggið en auðvitað er þetta alltaf erfitt. En þeir höndla þetta mjög vel, enda megastrákar." Matti var í bæjarstjórn á Dalvík og menningarráði og finnst leiðinlegt að þurfa að kúpla sig út úr því. „Á meðan laun sveitarstjórnarmanna eru ekki hærri en þau eru er þetta ekki nógu mikið til þess að halda manni."freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira
„Við erum af illri nauðsyn að flytja í bæinn," segir tónlistarmaðurinn Matthías Matthíasson. Hann hefur búið á Dalvík undanfarin fjögur ár með fjölskyldu sinni en núna verður breyting þar á. „Það er bara brjálað að gera. Ég er nánast ekkert búinn að koma til Dalvíkur síðan í janúar. Þetta var orðin hálfgerð fjarbúð og ekki nógu mikill tími með börnunum og annað. Við ákváðum að taka þetta skref núna. Maður verður að elta vinnuna þangað sem hún er," segir Matti. Hann leikur í söngleiknum Hárið sem verður sýndur í Hörpunni í september auk þess sem hann hefur nóg að gera í smærri söngverkefnum, þar á meðal brúðkaupum og jarðarförum. Hljómsveitin Vinir Sjonna ætlar einnig að vera meira áberandi á næstunni. „Það var orðið svo dýrt að fara á milli. Ég gafst upp eftir einn mánuð þegar ég borgaði yfir tvö hundruð þúsund í flugfargjöld. Þá var þetta hætt að vera spurning." Matti og fjölskylda eru þessa dagana að leita sér að húsi í Fossvogi eða í Gerðunum, auk þess sem húsið þeirra á Dalvík er til sölu. Hann segir tímann á Dalvík hafa verið hreint út sagt dásamlegan. „Ég hefði ekki getað hugsað mér betri tíma með börnunum mínum á Dalvík, að byggja þau upp og gera þau að sterkum einstaklingum," segir hann og á við tvo syni sína sem eru í 1. og 4. bekk. Verður ekkert erfitt að rífa þá upp þaðan? „Það sem hjálpar til er að allt okkar bakland er nánast í Reykjavík og á því svæði: ömmur og afar, frænkur og frændur og systkini okkar hjóna. Við fengum að vera með þá í Fossvogsskóla í vetur. Þeir hafa fengið að spila fótbolta með Víkingi í sumar og labba beint í félagahópana þaðan. Það mýkir aðeins höggið en auðvitað er þetta alltaf erfitt. En þeir höndla þetta mjög vel, enda megastrákar." Matti var í bæjarstjórn á Dalvík og menningarráði og finnst leiðinlegt að þurfa að kúpla sig út úr því. „Á meðan laun sveitarstjórnarmanna eru ekki hærri en þau eru er þetta ekki nógu mikið til þess að halda manni."freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira