Innlent

Horfur á hækkandi verðbólgu

Ársverðbólgan stendur í stað milli mánaða og stendur í fimm prósentum eins og í júlí samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands.

Hagdeild ASÍ telur horfur á hækkandi verðbólgu. Undir það taka sérfræðingar Greiningar Íslandsbanka, sem segja horfur á töluverðri hækkun á næstunni.

Verðlag hefur hækkað um 0,26 prósent í ágúst samkvæmt Hagstofunni. Hækkunina má rekja til verðhækkana á matvælum, sem og hækkunar á fötum og skófatnaði eftir að útsölum lauk. Á móti vegur lækkandi bensínverð.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×