Lög leyfi nafnlausar ábendingar á netinu 26. ágúst 2011 04:00 Alþingi Forstjóri Vinnumálastofnunar vill að velferðarráðuneytið beiti sér fyrir því að löggjafinn tryggi ótvíræða heimild til að taka áfram við nafnlausum ábendingum á netinu um bótasvik.Fréttablaðið/Pjetur Skúli Eggert Þórðarson „Við munum taka þessa gátt úr sambandi en fara jafnframt fram á það við velferðarráðuneytið að það verði gert skýrt með lögum að þessi möguleiki sé ótvíræður,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, um þá ákvörðun Persónuverndar að Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóri megi ekki bjóða fólki að gefa upplýsingar um aðra undir nafnleynd á netinu. Persónuvernd segir bæði Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóra bjóða upp á þann möguleika með tilteknum hnöppum á heimasíðum að fólk geti undir nafnleynd komið á framfæri ábendingum um hugsanleg bótasvik annars vegar og skattsvik hins vegar. Með þessu sé fólk hvatt til að gefa nafnlausar ábendingar á netinu og það samræmist ekki lögum. Gissur Pétursson segir að um eitt þúsund ábendingar um bótasvik hafi borist um sérstaka gátt á heimasíðu stofnunarinnar í fyrra, bæði undir nafni og nafnlaust. Á grundvelli þeirra hafi um tvö hundruð manns verið teknir af atvinnuleysisbótum sem þeir áttu ekki rétt á. „Ég get ekki fallist á það að þessi möguleiki á heimasíðunni feli í sér hvatningu til að menn gefi upplýsingar nafnlaust,“ segir Gissur og undirstrikar mikilvægi þess að Vinnumálastofnun njóti liðveislu almennings til þess að upplýsa um bótasvik. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri hafnar því að embætti hans hafi hvatt fólk til að gefa nafnlausar ábendingar. „Við virðum þessa ákvörðun en meginforsenda hennar um að Ríkisskattstjóri hafi hvatt til slíks er ekki rétt. Það hefur einungis verið þessi möguleiki að senda rafrænt án þess að tilkynna nafn eða auðkenni – í því felst engin hvatning,“ segir Skúli og bætir við að í raun breyti þetta litlu því þær upplýsingar sem borist hafi á þennan hátt hafi ekki verið veigamiklar. Persónuvernd telur enn fremur villandi að segja að á heimasíðum Ríkisskattstjóra og Vinnumálastofnunar geti fólk með ábendingar notið nafnleyndar. Persónugreina megi upplýsingar á netinu með IP-tölum og öðrum greiningartólum. Skúli segir að sér vitanlega séu engin fordæmi fyrir því að reynt sé að rekja slíkar upplýsingar. „Enda eru þær ekki rekjanlegar nema með atbeina sérfræðinga sem hafa aðgang að IP-tölum. Það höfum við ekki,“ segir ríkisskattstjóri. gar@frettabladid.isGissur Pétursson Fréttir Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Skúli Eggert Þórðarson „Við munum taka þessa gátt úr sambandi en fara jafnframt fram á það við velferðarráðuneytið að það verði gert skýrt með lögum að þessi möguleiki sé ótvíræður,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, um þá ákvörðun Persónuverndar að Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóri megi ekki bjóða fólki að gefa upplýsingar um aðra undir nafnleynd á netinu. Persónuvernd segir bæði Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóra bjóða upp á þann möguleika með tilteknum hnöppum á heimasíðum að fólk geti undir nafnleynd komið á framfæri ábendingum um hugsanleg bótasvik annars vegar og skattsvik hins vegar. Með þessu sé fólk hvatt til að gefa nafnlausar ábendingar á netinu og það samræmist ekki lögum. Gissur Pétursson segir að um eitt þúsund ábendingar um bótasvik hafi borist um sérstaka gátt á heimasíðu stofnunarinnar í fyrra, bæði undir nafni og nafnlaust. Á grundvelli þeirra hafi um tvö hundruð manns verið teknir af atvinnuleysisbótum sem þeir áttu ekki rétt á. „Ég get ekki fallist á það að þessi möguleiki á heimasíðunni feli í sér hvatningu til að menn gefi upplýsingar nafnlaust,“ segir Gissur og undirstrikar mikilvægi þess að Vinnumálastofnun njóti liðveislu almennings til þess að upplýsa um bótasvik. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri hafnar því að embætti hans hafi hvatt fólk til að gefa nafnlausar ábendingar. „Við virðum þessa ákvörðun en meginforsenda hennar um að Ríkisskattstjóri hafi hvatt til slíks er ekki rétt. Það hefur einungis verið þessi möguleiki að senda rafrænt án þess að tilkynna nafn eða auðkenni – í því felst engin hvatning,“ segir Skúli og bætir við að í raun breyti þetta litlu því þær upplýsingar sem borist hafi á þennan hátt hafi ekki verið veigamiklar. Persónuvernd telur enn fremur villandi að segja að á heimasíðum Ríkisskattstjóra og Vinnumálastofnunar geti fólk með ábendingar notið nafnleyndar. Persónugreina megi upplýsingar á netinu með IP-tölum og öðrum greiningartólum. Skúli segir að sér vitanlega séu engin fordæmi fyrir því að reynt sé að rekja slíkar upplýsingar. „Enda eru þær ekki rekjanlegar nema með atbeina sérfræðinga sem hafa aðgang að IP-tölum. Það höfum við ekki,“ segir ríkisskattstjóri. gar@frettabladid.isGissur Pétursson
Fréttir Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira