Útgerðarkóngur í hart við Sigmund Erni Valur Grettisson skrifar 3. febrúar 2011 12:58 Þingmaður og útgerðakóngurinn elda grátt silfur. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, svarar Sigmundi Erni Rúnarssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, harðlega í yfirlýsingu sem hann birtir á vef Samherja. Ástæðan fyrir orðaskakinu er bloggpistill sem Sigmundur Ernir birti á vef sínum í gær eftir fund sem bæjaryfirvöld á Akureyri, ásamt Samtökum atvinnurekenda á Akureyri og Verkalýðsfélögunum í Eyjafirði, boðuðu til í Menningarhúsinu Hofi. Þar voru til umræðu áhrif breytinga í sjávarútvegi á annan atvinnurekstur og þjónustu í Eyjafirði. Fundurinn var vel sóttur en um 250 manns mættu. Á bloggi sínu skrifaði Sigmundur Ernir: „Það sló í brýnu millum Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja og þingmanna Samfylkingarinnar á fundi um sjávarútvegsmál á Akureyri í gærkvöld. Hundruð fundargesta fylgdust með feikilegum reiðilestri Þorsteins sem fann stjórnvöldum allt til foráttu, eins og útgerðarmanna er siður þessa dagana - og hjólaði svo í nafngreinda menn undir lok ræðunnar svo þakið á Hofinu lyftist. Líklega fór Mái einni glæru of langt í fúkyrðaflaumi sínum um andstæðinga kvótakerfisins; sýndi mynd af Ólínu Þorvarðardóttur við hlið ísbjarnargildru og sagði ekkert mark takandi á svona fólki sem kallaði til björgunarsveitir þegar það teldi sig hafa séð þann hvíta … ! Það var og. En vel að merkja: Svona málflutningur er auðvitað himnasending fyrir þá sem vilja breyta fiskveiðistjórnarkerfinu …" Þorsteinn Már er afar ósáttur við lýsingar þingmannsins og segir þær í raun allt annað en jarðbundnar og að hún sé í meginatriðum röng. Þorsteinn segist hafa nefnt nokkur dæmi um alvarlegar rangfærslur Alþingi, meðal annars 8 milljarða króna eignir sjávarútvegsins erlendis sem urðu að 800 milljörðum inni á þingi að hans sögn. Hann segist ennfremur hafa nefnt grein eftir varaþingmann Samfylkingar sem talaði um meint arðrán upp á 65-130 milljarða króna í tengslum við makrílveiðar Íslendinga, en sú grein var að öllu leyti gersamlega út úr korti að mati Þorsteins og laus við öll raunveruleikatengsl. Svo skrifar Þorsteinn: „Í framhaldi af því sagði ég að þetta væri kannski eins og með ísbirnina og Ólínu Þorvarðardóttur um árið. Svo birti ég mynd af hinu fræga ísbjarnarbúri sem íslensk stjórnvöld pöntuðu frá Danmörku og leigðu flugvél til að flytja hingað. Sem sjá má á glærunni er kannski ekki að furða þótt Danir séu enn að hlæja að okkur vegna þessa." Þorsteinn skrifar svo að lokum: „Þeir [Þingmenn Samfylkingarinnar. innskt.blm.] vilja einoka umræðuna um sjávarútvegsmálin og þola ekki þegar einhver svarar í sömu mynt. Þá er það kallað "reiðilestur", "fúkyrðaflaumur" og annað í þeim dúr. Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur og er umræddum þingmanni Samfylkingarinnar til enn frekari minnkunar." Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, svarar Sigmundi Erni Rúnarssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, harðlega í yfirlýsingu sem hann birtir á vef Samherja. Ástæðan fyrir orðaskakinu er bloggpistill sem Sigmundur Ernir birti á vef sínum í gær eftir fund sem bæjaryfirvöld á Akureyri, ásamt Samtökum atvinnurekenda á Akureyri og Verkalýðsfélögunum í Eyjafirði, boðuðu til í Menningarhúsinu Hofi. Þar voru til umræðu áhrif breytinga í sjávarútvegi á annan atvinnurekstur og þjónustu í Eyjafirði. Fundurinn var vel sóttur en um 250 manns mættu. Á bloggi sínu skrifaði Sigmundur Ernir: „Það sló í brýnu millum Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja og þingmanna Samfylkingarinnar á fundi um sjávarútvegsmál á Akureyri í gærkvöld. Hundruð fundargesta fylgdust með feikilegum reiðilestri Þorsteins sem fann stjórnvöldum allt til foráttu, eins og útgerðarmanna er siður þessa dagana - og hjólaði svo í nafngreinda menn undir lok ræðunnar svo þakið á Hofinu lyftist. Líklega fór Mái einni glæru of langt í fúkyrðaflaumi sínum um andstæðinga kvótakerfisins; sýndi mynd af Ólínu Þorvarðardóttur við hlið ísbjarnargildru og sagði ekkert mark takandi á svona fólki sem kallaði til björgunarsveitir þegar það teldi sig hafa séð þann hvíta … ! Það var og. En vel að merkja: Svona málflutningur er auðvitað himnasending fyrir þá sem vilja breyta fiskveiðistjórnarkerfinu …" Þorsteinn Már er afar ósáttur við lýsingar þingmannsins og segir þær í raun allt annað en jarðbundnar og að hún sé í meginatriðum röng. Þorsteinn segist hafa nefnt nokkur dæmi um alvarlegar rangfærslur Alþingi, meðal annars 8 milljarða króna eignir sjávarútvegsins erlendis sem urðu að 800 milljörðum inni á þingi að hans sögn. Hann segist ennfremur hafa nefnt grein eftir varaþingmann Samfylkingar sem talaði um meint arðrán upp á 65-130 milljarða króna í tengslum við makrílveiðar Íslendinga, en sú grein var að öllu leyti gersamlega út úr korti að mati Þorsteins og laus við öll raunveruleikatengsl. Svo skrifar Þorsteinn: „Í framhaldi af því sagði ég að þetta væri kannski eins og með ísbirnina og Ólínu Þorvarðardóttur um árið. Svo birti ég mynd af hinu fræga ísbjarnarbúri sem íslensk stjórnvöld pöntuðu frá Danmörku og leigðu flugvél til að flytja hingað. Sem sjá má á glærunni er kannski ekki að furða þótt Danir séu enn að hlæja að okkur vegna þessa." Þorsteinn skrifar svo að lokum: „Þeir [Þingmenn Samfylkingarinnar. innskt.blm.] vilja einoka umræðuna um sjávarútvegsmálin og þola ekki þegar einhver svarar í sömu mynt. Þá er það kallað "reiðilestur", "fúkyrðaflaumur" og annað í þeim dúr. Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur og er umræddum þingmanni Samfylkingarinnar til enn frekari minnkunar."
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira