Almenningur virðist enn afhuga stjórnmálaflokkum 21. janúar 2011 11:00 Hvað má lesa úr niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins á fylgi stjórnmálaflokka á landsvísu? Sjálfstæðisflokkurinn mælist með meiri stuðning en stjórnarflokkarnir samanlagt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Fylgi Vinstri grænna hrynur milli kannana, og verulega dregur úr stuðningi við Hreyfinguna. Þróun á fylgi flokkanna er ekki það eina sem lesa má úr könnuninni. Aðeins um 54 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni vildi gefa upp stuðning við ákveðinn stjórnmálaflokk. Það er skýr vísbending um að almenningur virðist enn afhuga hefðbundnu stjórnmálaflokkunum eins og aðrar kannanir hafa bent til. Jarðvegurinn virðist því enn frjór fyrir ný stjórnmálaöfl. Þátttakan var enn verri í könnun sem gerð var í september á síðasta ári, þegar hún var aðeins um 51 prósent. Í fyrri könnunum sem framkvæmdar voru á sambærilegan hátt hafa ríflega sex af tíu gefið upp hvað þeir myndu kjósa. Þegar horft er til þeirra sem taka afstöðu til stjórnmálaflokka mælist stuðningurinn við Sjálfstæðisflokkinn langsamlega mestur. Alls segjast 43,4 prósent myndu kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga nú. Það er aukning um 7,8 prósentustig frá könnun Fréttablaðsins í september síðastliðnum, og myndi skila 28 þingsætum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 23,7 prósent atkvæða í kosningunum í apríl 2009 og er með sextán þingmenn í dag. Stuðningur við Samfylkinguna virðist heldur á uppleið samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Nú segjast 25,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku myndu kjósa flokkinn, en 23,2 prósent studdu flokkinn í september síðastliðnum. Samfylkingin fengi sautján þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins. Samfylkingin naut stuðnings 29,8 prósenta kjósenda í síðustu kosningum og er í dag með 20 þingmenn, og er því enn talsvert undir kjörfylgi.Stuðningur við VG hrynurStuðningur við Vinstri græn hrynur milli kannana, og er talsvert undir kjörfylgi. Nú segjast 16,5 prósent myndu kjósa flokkinn, en 25,6 prósent studdu Vinstri græn í síðustu könnun. Þessi stuðningur myndi skila flokknum ellefu þingmönnum í kosningum.Vinstri græn fengu 21,7 prósent atkvæða í kosningunum í apríl 2009 og eru í dag með fimmtán þingmenn.Stuðningur við Framsóknarflokkinn virðist á uppleið. Nú segjast 11,8 prósent styðja flokkinn, en í september studdu hann 7,3 prósent. Flokkurinn fengi sjö þingmenn yrði þetta niðurstaða kosninga, en er með níu í dag.Hreyfingin tapar talsverðu fylgi og myndi ekki ná manni á þing yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins. Aðeins 2,1 prósent sagðist myndu kjósa Hreyfinguna nú, en 5,6 prósent studdu hana í september. Hreyfingin er með þrjá þingmenn í dag. brjann@frettabladid.is Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn nýtur meiri stuðnings en stjórnin Fleiri styðja Sjálfstæðisflokkinn en Samfylkinguna og Vinstri græn samanlagt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina gætu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndað meirihlutastjórn. 21. janúar 2011 07:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Hvað má lesa úr niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins á fylgi stjórnmálaflokka á landsvísu? Sjálfstæðisflokkurinn mælist með meiri stuðning en stjórnarflokkarnir samanlagt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Fylgi Vinstri grænna hrynur milli kannana, og verulega dregur úr stuðningi við Hreyfinguna. Þróun á fylgi flokkanna er ekki það eina sem lesa má úr könnuninni. Aðeins um 54 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni vildi gefa upp stuðning við ákveðinn stjórnmálaflokk. Það er skýr vísbending um að almenningur virðist enn afhuga hefðbundnu stjórnmálaflokkunum eins og aðrar kannanir hafa bent til. Jarðvegurinn virðist því enn frjór fyrir ný stjórnmálaöfl. Þátttakan var enn verri í könnun sem gerð var í september á síðasta ári, þegar hún var aðeins um 51 prósent. Í fyrri könnunum sem framkvæmdar voru á sambærilegan hátt hafa ríflega sex af tíu gefið upp hvað þeir myndu kjósa. Þegar horft er til þeirra sem taka afstöðu til stjórnmálaflokka mælist stuðningurinn við Sjálfstæðisflokkinn langsamlega mestur. Alls segjast 43,4 prósent myndu kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga nú. Það er aukning um 7,8 prósentustig frá könnun Fréttablaðsins í september síðastliðnum, og myndi skila 28 þingsætum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 23,7 prósent atkvæða í kosningunum í apríl 2009 og er með sextán þingmenn í dag. Stuðningur við Samfylkinguna virðist heldur á uppleið samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Nú segjast 25,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku myndu kjósa flokkinn, en 23,2 prósent studdu flokkinn í september síðastliðnum. Samfylkingin fengi sautján þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins. Samfylkingin naut stuðnings 29,8 prósenta kjósenda í síðustu kosningum og er í dag með 20 þingmenn, og er því enn talsvert undir kjörfylgi.Stuðningur við VG hrynurStuðningur við Vinstri græn hrynur milli kannana, og er talsvert undir kjörfylgi. Nú segjast 16,5 prósent myndu kjósa flokkinn, en 25,6 prósent studdu Vinstri græn í síðustu könnun. Þessi stuðningur myndi skila flokknum ellefu þingmönnum í kosningum.Vinstri græn fengu 21,7 prósent atkvæða í kosningunum í apríl 2009 og eru í dag með fimmtán þingmenn.Stuðningur við Framsóknarflokkinn virðist á uppleið. Nú segjast 11,8 prósent styðja flokkinn, en í september studdu hann 7,3 prósent. Flokkurinn fengi sjö þingmenn yrði þetta niðurstaða kosninga, en er með níu í dag.Hreyfingin tapar talsverðu fylgi og myndi ekki ná manni á þing yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins. Aðeins 2,1 prósent sagðist myndu kjósa Hreyfinguna nú, en 5,6 prósent studdu hana í september. Hreyfingin er með þrjá þingmenn í dag. brjann@frettabladid.is
Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn nýtur meiri stuðnings en stjórnin Fleiri styðja Sjálfstæðisflokkinn en Samfylkinguna og Vinstri græn samanlagt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina gætu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndað meirihlutastjórn. 21. janúar 2011 07:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur meiri stuðnings en stjórnin Fleiri styðja Sjálfstæðisflokkinn en Samfylkinguna og Vinstri græn samanlagt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina gætu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndað meirihlutastjórn. 21. janúar 2011 07:00