Rangt og rétt um tónlistarnám Oddný Sturludóttir skrifar 2. febrúar 2011 06:00 Nokkrar rangfærslur eru á lofti um framtíð tónlistarskóla í Reykjavík. Sagt er að borgin ætli ekki að niðurgreiða nám nemenda sem eru 16 ára og eldri. Það er rangt. Talað er um 50% niðurskurð og sagt að borgarstjórn ætli sér að rústa tónlistarskólum í Reykjavík og loka gamalgrónum skólum sem hafa skilað frábæru starfi. Það er líka rangt. Hið rétta er að allir flokkar í borgarstjórn eru samstíga í því að sjö ára gömlu viðræðuferli milli sveitarfélaga og Mennta- og menningarmálaráðherra ljúki svo hægt sé að eyða óvissu um tónlistarnám lengra kominna. Hið rétta er líka að til að sýna þann vilja í verki hafa allir flokkar í borgarstjórn samþykkt að setja börn og ungmenni í forgang þegar kemur að tónlistarnámi og að aldursviðmið af einhverju tagi verði sett haustið 2011. Þau eru enn óútfærð en munu taka tillit til samsetningar nemenda í tónlistarskólum, sérstöðu ákveðinna hljóðfæra og ótvíræðrar sérstöðu söngnáms. Allir flokkar í borgarstjórn vilja móta stefnu til framtíðar og eyða óþolandi og árlegri óvissu um framtíðarskipan tónlistarnáms eldri nemenda. Við stöndum með tónlistarfólki um samfellu í tónlistarnámi og mikilvægi þess að sérstaða námsins sé virt í verkaskiptaviðræðum. Núverandi fyrirkomulag setur tónlistarnemendum úr öðrum sveitarfélögum skorður, því margir tónlistarskólar í Reykjavík eru skólar allra landsmanna og í þá sækja nemendur hvaðanæva af. Þarfir þessara nemenda eru einn aðalhvatinn að viðræðum ríkis og borgar. Fjárhagsstaða borgarinnar er erfið. Skyldur borgarinnar eru margar. Hagræðing frá hruni í grunnskólum borgarinnar er nú orðin um 17%, hagræðing í tónlistarskólunum á sama tíma er um 25%. Á Menntasviði verðum við að forgangsraða úr sameiginlegum sjóðum þannig að leik- og grunnskólinn taki á sig minni hagræðingu en aðrir þættir. Í grunnskóla ganga öll börn, óháð atgervi, efnahag og félagslegri stöðu. Borgarstjórn hefur frá hruni lagt allt kapp á að verja velferðina, leik- og grunnskóla og aðrir þættir í starfsemi borgarinnar verða að lúta því þar til tekur að birta á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nokkrar rangfærslur eru á lofti um framtíð tónlistarskóla í Reykjavík. Sagt er að borgin ætli ekki að niðurgreiða nám nemenda sem eru 16 ára og eldri. Það er rangt. Talað er um 50% niðurskurð og sagt að borgarstjórn ætli sér að rústa tónlistarskólum í Reykjavík og loka gamalgrónum skólum sem hafa skilað frábæru starfi. Það er líka rangt. Hið rétta er að allir flokkar í borgarstjórn eru samstíga í því að sjö ára gömlu viðræðuferli milli sveitarfélaga og Mennta- og menningarmálaráðherra ljúki svo hægt sé að eyða óvissu um tónlistarnám lengra kominna. Hið rétta er líka að til að sýna þann vilja í verki hafa allir flokkar í borgarstjórn samþykkt að setja börn og ungmenni í forgang þegar kemur að tónlistarnámi og að aldursviðmið af einhverju tagi verði sett haustið 2011. Þau eru enn óútfærð en munu taka tillit til samsetningar nemenda í tónlistarskólum, sérstöðu ákveðinna hljóðfæra og ótvíræðrar sérstöðu söngnáms. Allir flokkar í borgarstjórn vilja móta stefnu til framtíðar og eyða óþolandi og árlegri óvissu um framtíðarskipan tónlistarnáms eldri nemenda. Við stöndum með tónlistarfólki um samfellu í tónlistarnámi og mikilvægi þess að sérstaða námsins sé virt í verkaskiptaviðræðum. Núverandi fyrirkomulag setur tónlistarnemendum úr öðrum sveitarfélögum skorður, því margir tónlistarskólar í Reykjavík eru skólar allra landsmanna og í þá sækja nemendur hvaðanæva af. Þarfir þessara nemenda eru einn aðalhvatinn að viðræðum ríkis og borgar. Fjárhagsstaða borgarinnar er erfið. Skyldur borgarinnar eru margar. Hagræðing frá hruni í grunnskólum borgarinnar er nú orðin um 17%, hagræðing í tónlistarskólunum á sama tíma er um 25%. Á Menntasviði verðum við að forgangsraða úr sameiginlegum sjóðum þannig að leik- og grunnskólinn taki á sig minni hagræðingu en aðrir þættir. Í grunnskóla ganga öll börn, óháð atgervi, efnahag og félagslegri stöðu. Borgarstjórn hefur frá hruni lagt allt kapp á að verja velferðina, leik- og grunnskóla og aðrir þættir í starfsemi borgarinnar verða að lúta því þar til tekur að birta á ný.
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun