John Grant aftur til landsins 24. desember 2011 11:00 John Grant, til hægri, ásamt leikaranum Guðjóni Þorsteini Pálmarssyni við Seljalandsfoss. Tónlistarmaðurinn snýr aftur til Íslands í janúar. Þá ætlar hann að vinna að lögum á næstu plötu sína með Bigga Veiru úr hljómsveitinni GusGus. Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant ætlar að heimsækja Ísland á nýjan leik í janúar. Síðast kom hann hingað í október vegna Airwaves-hátíðarinnar og var alveg í skýjunum með heimsóknina. „Ég ætla að vera um jólin í Denver en ég kem aftur til Íslands 9. janúar og þá verð ég í þann mund að ljúka við að semja lögin á plötuna mína, eða ég vona það alla vega,“ segir Grant. Platan fylgir eftir vinsældum Queen of Denmark sem kom út í fyrra og var valin plata ársins hjá breska tónlistartímaritinu Mojo. Hún var einnig ofarlega á árslistum fjölmargra annarra tónlistargagnrýnenda og er eftirvæntingin því mikil eftir nýju efni frá þessum hæfileikaríka tónlistarmanni. Grant sagðist í viðtali við Fréttablaðið fyrir Airwaves-tónleikana hafa beðið eftir því í tuttugu ár að komast til Íslands, enda einlægur aðdáandi Sykurmolanna og GusGus. Hann dvaldi í fimm daga hér á landi og eignaðist marga vini, þar á meðal leikarann Guðjón Þorstein Pálmarsson sem brá sér í hlutverk leiðsögumanns hans. Saman fóru þeir til Víkur og skoðuðu Seljalandsfoss og virtist Grant frá sér numinn yfir fegurð landsins. Hét hann því að koma aftur til Íslands og því kemur endurkoma hans hingað eftir um það bil tvær vikur ekki á óvart. Grant fór einnig á Biophilia-tónleika Bjarkar í Hörpunni og tónleika Sinéad O"Connor í Fríkirkjunni. Vinátta tókst með honum og þeirri síðarnefndu og ætlar O"Connor að syngja eigin útgáfu af lagi Grants á næstu plötu sinni. Grant notaði jafnframt tækifærið þegar hann var í Reykjavík og heimsótti Bigga veiru úr GusGus í hljóðverið hans. Þar lýsti hann yfir áhuga á að vinna með íslensku sveitinni og Biggi sagði við Fréttablaðið að það væri sjálfsagt að athuga með einhvers konar samstarf. Samkvæmt Grant er þetta samstarf að verða að veruleika. „Ég og Biggi ætlum að vinna að nokkrum hljómum fyrir tvö lög eftir mig og við ætlum að sjá hvort eitthvað kemur út úr því. Vonandi gengur það upp því GusGus er ein af þeim hljómsveitum sem hafa haft hvað mest áhrif á minn tónlistarferil,“ segir hann. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant ætlar að heimsækja Ísland á nýjan leik í janúar. Síðast kom hann hingað í október vegna Airwaves-hátíðarinnar og var alveg í skýjunum með heimsóknina. „Ég ætla að vera um jólin í Denver en ég kem aftur til Íslands 9. janúar og þá verð ég í þann mund að ljúka við að semja lögin á plötuna mína, eða ég vona það alla vega,“ segir Grant. Platan fylgir eftir vinsældum Queen of Denmark sem kom út í fyrra og var valin plata ársins hjá breska tónlistartímaritinu Mojo. Hún var einnig ofarlega á árslistum fjölmargra annarra tónlistargagnrýnenda og er eftirvæntingin því mikil eftir nýju efni frá þessum hæfileikaríka tónlistarmanni. Grant sagðist í viðtali við Fréttablaðið fyrir Airwaves-tónleikana hafa beðið eftir því í tuttugu ár að komast til Íslands, enda einlægur aðdáandi Sykurmolanna og GusGus. Hann dvaldi í fimm daga hér á landi og eignaðist marga vini, þar á meðal leikarann Guðjón Þorstein Pálmarsson sem brá sér í hlutverk leiðsögumanns hans. Saman fóru þeir til Víkur og skoðuðu Seljalandsfoss og virtist Grant frá sér numinn yfir fegurð landsins. Hét hann því að koma aftur til Íslands og því kemur endurkoma hans hingað eftir um það bil tvær vikur ekki á óvart. Grant fór einnig á Biophilia-tónleika Bjarkar í Hörpunni og tónleika Sinéad O"Connor í Fríkirkjunni. Vinátta tókst með honum og þeirri síðarnefndu og ætlar O"Connor að syngja eigin útgáfu af lagi Grants á næstu plötu sinni. Grant notaði jafnframt tækifærið þegar hann var í Reykjavík og heimsótti Bigga veiru úr GusGus í hljóðverið hans. Þar lýsti hann yfir áhuga á að vinna með íslensku sveitinni og Biggi sagði við Fréttablaðið að það væri sjálfsagt að athuga með einhvers konar samstarf. Samkvæmt Grant er þetta samstarf að verða að veruleika. „Ég og Biggi ætlum að vinna að nokkrum hljómum fyrir tvö lög eftir mig og við ætlum að sjá hvort eitthvað kemur út úr því. Vonandi gengur það upp því GusGus er ein af þeim hljómsveitum sem hafa haft hvað mest áhrif á minn tónlistarferil,“ segir hann. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira