Er ávinningur endurútreiknings í reynd kominn fram? Gunnlaugur Kristinsson skrifar 10. júní 2011 15:03 Raunvísindastofnun Háskólans hefur að beiðni Umboðsmanns skuldara lagt fram greinargerð um endurútreikning gengistryggðra lána. Um skýrsluna er fátt annað hægt að segja en að varast ber um of að draga af henni ályktanir aðra en þá að bílalánafyrirtækin beita mismunandi aðferðum við endurútreikninga sína og að allir bankarnir beita sömu aðferðarfræði við endurútreikning íbúðarlána. Þá er umhugsunarefni að í skýrslunni eru stærðfræðingar fengnir til að leggja mat á ýmis lagaleg sjónarmið en ekki lögfræðingar. Ekki er ég að draga úr getu þessara manna til að reikna en ég velti fyrir mér þeim forsendum sem þeir gefa sér í útreikningunum, forsendum sem byggja á lagalegum grunni. Þess ber að geta að hvorki Lagastofnun HÍ né HR sáu sér fært að veita álit á réttri túlkun laganna þrátt fyrir beiðni Umboðsmanns skuldara. Skýrsluhöfundar virðast taka þá afstöðu að horfa fram hjá ákvæðum uppgjörsreglu laga nr. 151/2010 og ætlað var að vera „nákvæm uppgjörsregla“. Telja þeir sýnidæmi það sem sett er fram í greinargerð með lögunum vera ónothæft. Undir það er hægt að taka og sýnir í reynd hversu óvönduð og viðvaningsleg lagasetningin var. Þess í stað taka þeir undir þá aðferðarfræði sem bankarnir völdu til endurútreiknings íbúðarlána, leið sem bankarnir höfðu samráð um að beita. Draga þeir, með óskiljanlegum rökstuðningi, þá ályktun að heimilt sé að vaxtavaxta samkvæmt 12. gr. laga um vexti og verðtryggingu. Hvergi er getið um þá heimild í hinni nákvæmu uppgjörsreglu og er vaxtavöxtun í raun í andstöðu við inntak og anda uppgjörsreglunnar. Þetta hafa þingmenn sem komu að setningu laganna staðfest við mig. Beiting vaxtavöxtunar er jafnframt í andstöðu við skoðun Umboðsmanns skuldara og skýrt kom fram á fundi sem undirritaður átti ásamt fleirum með Umboðsmanni skuldara og sérfræðingum hans í byrjun apríl sl. Í aðferðinni fer höfuðstólsfærsla vaxta fram, fyrr en heimilt er samkvæmt 12. gr. laga um vexti og verðtryggingu því í lok síðasta útreikningstímabilsins er vöxtum bætt við höfuðstól þrátt fyrir að 12 mánuðir séu ekki liðnir frá síðustu höfuðstólsfærslu vaxta. Engin tilraun er gerð til að leiðrétta það t.d. með afvöxtun þess tímabils. Þetta fæst ekki staðist. Ekki er annað hægt en að draga í efa niðurstöðu skýrsluhöfunda um að mismunurinn á milli aðferða við útreikning bílalána og húsnæðislána sé líklega 3-5%, eins og segir í skýrslunni. Undirritaður er með í höndum útreikninga á raunverulegum bílasamningi sem tekinn var á árinu 2006 og sýnir 8% mismun á milli aðferða. Munurinn getur hæglega orðið meiri, allt eftir greiðslusögu lánsins. Raunveruleikinn er því annar og bitrari en fræðilegur samanburður út frá fyrirfram gefnum forsendum sem skýrsluhöfundar virðast byggja niðurstöðu sína á. Munurinn er því í besta falli 3-5% á milli aðferða en mun meiri í mjög mörgum tilfella. Í greinargerðinni er ekki tekið á alvarlegum misbeitingum fjármálafyrirtækjanna í endurútreikningum sínum. Má þar nefna hvernig SP fjármögnun tekur ekki tillit til skilmálabreytinga í ímynduðum lánum sínum eða hvernig Lýsing lætur gjalddaga falla og reiknar þar með ígildi dráttarvaxta á tímabili sem fyrirtækið tók einhliða ákvörðun um að stöðva innheimtu á. Þá er ekki leitast við að svara spurningum eins og hvers vegna Íslandsbanki beitir annarri aðferð við útreikning bílalána en íbúðarlána. Eða hvers vegna SP fjármögnun, 100% dótturfélag Landsbankans, beitir annarri reikniaðferð en móðurfélagið. Jafnframt er ekki velt vöngum yfir endurreikningi vaxta sem ná lengra aftur í tímann en fjögur ár, eins og bankarnir eru að framkvæma, en samkvæmt lögum um fyrningu kröfuréttinda er óheimilt að endurreikna. Greinargerðin hefur í reynd ekkert nýtt fram að færa og ef niðurstöður hennar eru réttar þá gera þær ekki annað en að styrkja þá skoðun að lögin voru ekki sett til handa lánþegum heldur til að vernda hagsmuni fjármálafyrirtækjanna og þar með er staðfest að þeim er heimilt að ganga lengra í vaxtaútreikningi sínum en vaxtalögin heimiluðu fyrir setningu laga nr. 151/2010. Flestir þeir sem tóku gengisbundin lán, sér í lagi til húsnæðiskaupa, standa mun verr eftir þennan endurútreikning en ef þeir hefðu tekið íslenskt verðtryggt lán á þeim kjörum sem þeir höfðu val um á þeim tíma. Er þetta ávinningurinn sem efnahags- og viðskiptaráðherra ætlaði lögunum og endurútreikningnum? Efnahags- og viðskiptaráðuneytið ætti að varast að klappa saman höndum og mæra starfsfólk fjármálafyrirtækjanna og embættis Umboðsmanns skuldara fyrir vel unnin störf á grundvelli þessarar greinargerðar, eins og fram kemur á vef Morgunblaðsins 29. maí 2011. Vel unnin störf fyrir hvað? Að hafa beitt öllum þeim klækjum sem hægt er til að fita höfuðstólinn í þessum endurútreikningum? „Mældu rétt strákur“ eru orð sem óneitanlega koma upp í huga manns við lestur skýrslu Raunvísindastofnunar Háskólans og þeirra yfirgengilegu viðbragða efnahags- og viðskiptaráðuneytisins við henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Raunvísindastofnun Háskólans hefur að beiðni Umboðsmanns skuldara lagt fram greinargerð um endurútreikning gengistryggðra lána. Um skýrsluna er fátt annað hægt að segja en að varast ber um of að draga af henni ályktanir aðra en þá að bílalánafyrirtækin beita mismunandi aðferðum við endurútreikninga sína og að allir bankarnir beita sömu aðferðarfræði við endurútreikning íbúðarlána. Þá er umhugsunarefni að í skýrslunni eru stærðfræðingar fengnir til að leggja mat á ýmis lagaleg sjónarmið en ekki lögfræðingar. Ekki er ég að draga úr getu þessara manna til að reikna en ég velti fyrir mér þeim forsendum sem þeir gefa sér í útreikningunum, forsendum sem byggja á lagalegum grunni. Þess ber að geta að hvorki Lagastofnun HÍ né HR sáu sér fært að veita álit á réttri túlkun laganna þrátt fyrir beiðni Umboðsmanns skuldara. Skýrsluhöfundar virðast taka þá afstöðu að horfa fram hjá ákvæðum uppgjörsreglu laga nr. 151/2010 og ætlað var að vera „nákvæm uppgjörsregla“. Telja þeir sýnidæmi það sem sett er fram í greinargerð með lögunum vera ónothæft. Undir það er hægt að taka og sýnir í reynd hversu óvönduð og viðvaningsleg lagasetningin var. Þess í stað taka þeir undir þá aðferðarfræði sem bankarnir völdu til endurútreiknings íbúðarlána, leið sem bankarnir höfðu samráð um að beita. Draga þeir, með óskiljanlegum rökstuðningi, þá ályktun að heimilt sé að vaxtavaxta samkvæmt 12. gr. laga um vexti og verðtryggingu. Hvergi er getið um þá heimild í hinni nákvæmu uppgjörsreglu og er vaxtavöxtun í raun í andstöðu við inntak og anda uppgjörsreglunnar. Þetta hafa þingmenn sem komu að setningu laganna staðfest við mig. Beiting vaxtavöxtunar er jafnframt í andstöðu við skoðun Umboðsmanns skuldara og skýrt kom fram á fundi sem undirritaður átti ásamt fleirum með Umboðsmanni skuldara og sérfræðingum hans í byrjun apríl sl. Í aðferðinni fer höfuðstólsfærsla vaxta fram, fyrr en heimilt er samkvæmt 12. gr. laga um vexti og verðtryggingu því í lok síðasta útreikningstímabilsins er vöxtum bætt við höfuðstól þrátt fyrir að 12 mánuðir séu ekki liðnir frá síðustu höfuðstólsfærslu vaxta. Engin tilraun er gerð til að leiðrétta það t.d. með afvöxtun þess tímabils. Þetta fæst ekki staðist. Ekki er annað hægt en að draga í efa niðurstöðu skýrsluhöfunda um að mismunurinn á milli aðferða við útreikning bílalána og húsnæðislána sé líklega 3-5%, eins og segir í skýrslunni. Undirritaður er með í höndum útreikninga á raunverulegum bílasamningi sem tekinn var á árinu 2006 og sýnir 8% mismun á milli aðferða. Munurinn getur hæglega orðið meiri, allt eftir greiðslusögu lánsins. Raunveruleikinn er því annar og bitrari en fræðilegur samanburður út frá fyrirfram gefnum forsendum sem skýrsluhöfundar virðast byggja niðurstöðu sína á. Munurinn er því í besta falli 3-5% á milli aðferða en mun meiri í mjög mörgum tilfella. Í greinargerðinni er ekki tekið á alvarlegum misbeitingum fjármálafyrirtækjanna í endurútreikningum sínum. Má þar nefna hvernig SP fjármögnun tekur ekki tillit til skilmálabreytinga í ímynduðum lánum sínum eða hvernig Lýsing lætur gjalddaga falla og reiknar þar með ígildi dráttarvaxta á tímabili sem fyrirtækið tók einhliða ákvörðun um að stöðva innheimtu á. Þá er ekki leitast við að svara spurningum eins og hvers vegna Íslandsbanki beitir annarri aðferð við útreikning bílalána en íbúðarlána. Eða hvers vegna SP fjármögnun, 100% dótturfélag Landsbankans, beitir annarri reikniaðferð en móðurfélagið. Jafnframt er ekki velt vöngum yfir endurreikningi vaxta sem ná lengra aftur í tímann en fjögur ár, eins og bankarnir eru að framkvæma, en samkvæmt lögum um fyrningu kröfuréttinda er óheimilt að endurreikna. Greinargerðin hefur í reynd ekkert nýtt fram að færa og ef niðurstöður hennar eru réttar þá gera þær ekki annað en að styrkja þá skoðun að lögin voru ekki sett til handa lánþegum heldur til að vernda hagsmuni fjármálafyrirtækjanna og þar með er staðfest að þeim er heimilt að ganga lengra í vaxtaútreikningi sínum en vaxtalögin heimiluðu fyrir setningu laga nr. 151/2010. Flestir þeir sem tóku gengisbundin lán, sér í lagi til húsnæðiskaupa, standa mun verr eftir þennan endurútreikning en ef þeir hefðu tekið íslenskt verðtryggt lán á þeim kjörum sem þeir höfðu val um á þeim tíma. Er þetta ávinningurinn sem efnahags- og viðskiptaráðherra ætlaði lögunum og endurútreikningnum? Efnahags- og viðskiptaráðuneytið ætti að varast að klappa saman höndum og mæra starfsfólk fjármálafyrirtækjanna og embættis Umboðsmanns skuldara fyrir vel unnin störf á grundvelli þessarar greinargerðar, eins og fram kemur á vef Morgunblaðsins 29. maí 2011. Vel unnin störf fyrir hvað? Að hafa beitt öllum þeim klækjum sem hægt er til að fita höfuðstólinn í þessum endurútreikningum? „Mældu rétt strákur“ eru orð sem óneitanlega koma upp í huga manns við lestur skýrslu Raunvísindastofnunar Háskólans og þeirra yfirgengilegu viðbragða efnahags- og viðskiptaráðuneytisins við henni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun