Viðskipti erlent

Clinton hefur áhuga á að verða forstjóri Alþjóðabankans

Erlendir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi  áhuga á að verða næsti forstjóri Alþjóðabankans.

Reuters fjallar um málið og hefur sýnar upplýsingar eftir  heimildum innan bandaríska stjórnkerfisins. Skipunartími Robert Zoellick sem nú stýrir Alþjóðabankanum rennur út um mitt næsta ár. 

Clinton hefur áður tilkynnt að hún ætlaði ekki að gegna stöðu utanríkisráðherra lengur en eitt kjörtímabil.  Samkvæmt Reuters hefur Clinton rætt við Obama forseta um málið sem tekið hafi vel í hugmyndir Clinton. Talsmenn beggja vísa þessu á bug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×