Innlent

Strandveiðar stöðvaðar á vestursvæðinu

Strandveiðar á vestursvæðinu, frá Snæfellsnesi og inn í Ísafjarðardjúp, voru stöðvaðar á miðnætti þar sem bátarnir eru búnir með júní kvótann.

Þeir veiddu hann á aðeins fimm dögum, eða á jafn löngum tíma og í síðasta mánuði. Flestir strandveiðibátarnir hafa veiðileyfi á þessu svæði. 

Heildarkvótinn í júní var hátt í 500 tonn. Verulegur hluti kvótanna á hinum svæðunum þremur, er óveiddur, bæði vegna minni veiði og brælu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×