Innlent

Enn með réttarstöðu grunaðs manns - lögregla verst allra frétta

Maðurin var úrskurðaður í gæsluvarðhald 16. maí en hefur nú verið látinn laus.
Maðurin var úrskurðaður í gæsluvarðhald 16. maí en hefur nú verið látinn laus.
Karlmanni  sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann sextánda maí síðastliðinn, grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu.

Maðurinn sem er á sjötugsaldri var handtekinn eftir að eiginkona hans var endurlífguð á heimili þeirra í austurborginni fyrir rúmri viku. Konan, sem var á fimmtugsaldri, var flutt á sjúkrahús og lá þungt haldin á gjörgæsludeild þar til hún lést nokkrum dögum síðar. Hún reyndist vera með áverka á hálsi en bráðabirgðaniðurstaða krufningar gaf ekki tilefni til að hafa manninn áfram í haldi, segir í tilkynningu frá lögreglu.

Hann hefur þó enn réttarstöðu grunaðs manns en ber fyrir sig minnisleysi. Lögregla verst allra fregna af málinu en rannsókn þess heldur áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×