Skepnur hafa hrakist í skurði og drukknað 24. maí 2011 07:00 Skepnur hafa ekki drepist í stórum stíl vegna öskufallsins frá Grímsvötnum líkt og bændur óttuðust í fyrstu. Unnið er að því að koma húsdýrum í skjól þar sem því verður við komið og sjá þeim fyrir rennandi vatni og hreinu fóðri. Fréttablaðið/Vilhelm Undir vegg Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Vestur-Skaftafellsumdæmis, bjargaði í gær litlu fuglskríli sem leitað hafði skjóls frá öskurokinu undir þakskegginu hjá honum, en gefist upp og lagt sig á ruslatunnu við húsvegginn.Fréttablaðið/Vilhelm Dæmi eru um að dýr hafi drepist eftir að hafa hrakist í ógöngur vegna blindu frá gosmekkinum úr Grímsvötnum. Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Vestur-Skaftafellsumdæmis, segir slík dæmi þó ekki mörg og hljóð í bændum á svæðinu ótrúlega gott miðað við aðstæður. Þar hafi hjálpað fyrstu fregnir um að tiltölulega lítið flúor mældist í öskunni, en það getur verið skepnunum hættulegt. Í gærmorgun hafði öskufall aukist á ný þannig að vart sá á milli húsa á Kirkjubæjarklaustri. Ástandið var svo enn verra þegar austar dró. „Þetta má samt ekki vara mikið lengur. Þá kæmi mér ekki á óvart þótt bændur yrðu að hella niður mjólk í dag." Mjólk var síðast sótt á bæina á föstudag. Nú segir Gunnar bændur reyna að tryggja dýrum sínum rennandi vatn og fóður. Ekki eru miklar fregnir af felli vegna öskufallsins, þótt vart hafi orðið við einhverjar dauðar skepnur. „En fyrir því geta verið ýmsar orsakir. Það þarf ekki að vera eitthvað í gosefnunum, heldur gæti það til dæmis verið stresstengt," segir Gunnar. Austur á Síðu segir hann vera dæmi um að skepnur hafi hrakist í skurði. „Askan fer í augun og dýrin sjá ekki nokkurn skapaðan hlut frekar en við." Á einum bæ segir hann meri hafa lent ofan í skurði og slasast nokkuð, auk þess sem folald hafi drukknað. Gunnar segir að þrátt fyrir allt hafi ekki enn verið mikið um hjálparbeiðnir frá bændum, hringt hafi verið úr Mýrdalnum þar sem var veik kýr, en útkall á það svæði verði kollegar á Hvolsvelli eða Hellu að annast. „Í öskufallinu núna er vonlaust að komast þessa leið þangað." olikr@frettabladid.is Grímsvötn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Undir vegg Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Vestur-Skaftafellsumdæmis, bjargaði í gær litlu fuglskríli sem leitað hafði skjóls frá öskurokinu undir þakskegginu hjá honum, en gefist upp og lagt sig á ruslatunnu við húsvegginn.Fréttablaðið/Vilhelm Dæmi eru um að dýr hafi drepist eftir að hafa hrakist í ógöngur vegna blindu frá gosmekkinum úr Grímsvötnum. Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Vestur-Skaftafellsumdæmis, segir slík dæmi þó ekki mörg og hljóð í bændum á svæðinu ótrúlega gott miðað við aðstæður. Þar hafi hjálpað fyrstu fregnir um að tiltölulega lítið flúor mældist í öskunni, en það getur verið skepnunum hættulegt. Í gærmorgun hafði öskufall aukist á ný þannig að vart sá á milli húsa á Kirkjubæjarklaustri. Ástandið var svo enn verra þegar austar dró. „Þetta má samt ekki vara mikið lengur. Þá kæmi mér ekki á óvart þótt bændur yrðu að hella niður mjólk í dag." Mjólk var síðast sótt á bæina á föstudag. Nú segir Gunnar bændur reyna að tryggja dýrum sínum rennandi vatn og fóður. Ekki eru miklar fregnir af felli vegna öskufallsins, þótt vart hafi orðið við einhverjar dauðar skepnur. „En fyrir því geta verið ýmsar orsakir. Það þarf ekki að vera eitthvað í gosefnunum, heldur gæti það til dæmis verið stresstengt," segir Gunnar. Austur á Síðu segir hann vera dæmi um að skepnur hafi hrakist í skurði. „Askan fer í augun og dýrin sjá ekki nokkurn skapaðan hlut frekar en við." Á einum bæ segir hann meri hafa lent ofan í skurði og slasast nokkuð, auk þess sem folald hafi drukknað. Gunnar segir að þrátt fyrir allt hafi ekki enn verið mikið um hjálparbeiðnir frá bændum, hringt hafi verið úr Mýrdalnum þar sem var veik kýr, en útkall á það svæði verði kollegar á Hvolsvelli eða Hellu að annast. „Í öskufallinu núna er vonlaust að komast þessa leið þangað." olikr@frettabladid.is
Grímsvötn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira