Innlent

Sauðfé finnst dautt á bæjum

Sauðfé hefur fundist dautt á nokkrum sveitabæjum í dag, eftir að aðstæður leyfðu það loks að hægt væri að leita. Þetta er þó minni fjárdauði en menn óttuðust um tíma.

Í Skaftárhreppi var morguninn sá bjartasti síðan gos hófst og voru björgunarsveitir því drifnar af stað út í sveitirnar til að hjálpa bændum að smala skepnum og kanna ástand þeirra. Kristján Már Unnarsson fréttamaður fylgdist með þessu og ræddi við bændur eins og fram kom í kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Hægt er að horfa á frétt hans hér fyrir ofan og á Vísir Sjónvarp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×