Innlent

Engin merki um vatnavexti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þótt gosið sé eitt mesta í hundrað ár, eru enn engin merki um vatnavexti. Mynd/ Egill.
Þótt gosið sé eitt mesta í hundrað ár, eru enn engin merki um vatnavexti. Mynd/ Egill.
Ekki hafa sést nein ummerki um vatnavexti í Gígju eða Núpsvötnum vegna gossins. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans vegna eldgossins.

Eldstöðvarnar eru á svipuðum slóðum innan Grímsvatnaöskjunnar og 2004 og því nær gosið ekki að bræða mikinn ís og ekki eru líkur á stóru hlaupi. Leiðni hefur hækkað í Núpsvötnum vegna öskufalls í Súlu og Núpsá. Ekki hefur sést breyting í leiðni í Gígju.

Vísindamenn hafa hingað til ávallt talið að litlar líkur væru á því að eldgosið í Grímsvötnum myndi valda hlaupi í Grímsvötnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×