Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá þegar Vera Pálsdóttir ljósmyndari myndaði fáklædda slökkviliðsmenn í fantaformi fyrir árlegt jóladagatal slökkviliðsmanna.
Jóladagatalið er vel þekkt og selst jafnan upp ár hvert en með því fjármagna slökkviliðsmennirnir för sína á heimsleikana næsta sumar.
Fjöldi slökkviliðsmanna komu við sögu, eldur, reykur og froða. Það var fyrirtækið Viðvera sem sá um tökurnar sem stóðu yfir í tvo daga. - Hér má skoða myndir.

