Af leikskólamálum - önnur útgáfa Sóley Tómasdóttir skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Stundum er eins og borgarstjóri átti sig ekki á hlutverki sínu og ábyrgð gagnvart fjármálum borgarinnar. Ég hef ítrekað reynt að kalla fram stefnu eða hugmyndafræði í ráðhúsinu en þar er ekkert slíkt að finna. Meirihlutinn forgangsraðar ekki, heldur hagræðir og sker niður samkvæmt hefðbundnum og gamaldags gildum, þar sem stóru kvennastéttirnar eru látnar taka skelli á meðan annað, harðara og karllægara er látið óáreitt. Meirihlutinn gæti auðveldlega ákveðið að bæta tiltekna þjónustu eða greiða hærri laun án þess að hækka skatta eða gjöld. Hann gæti nefnilega ákveðið að hagræða annars staðar í staðinn. Það er bara þannig. Meirihlutinn verður að sýna ábyrgð, móta stefnu og forgangsraða í samræmi við hana. Það er enn mikilvægara á óvissutímum eins og þeim sem hafa ríkt undanfarin ár og ekki sér alveg fyrir endann á. Hann á að gera raunhæfar áætlanir um að mæta eðlilegum kröfum. Síðsumars samþykktu leikskólakennarar kjarasamning sem þeir töldu góðan og viðsemjendur þeirra ásættanlegan. Sá samningur hljóðaði upp á að hækka laun leikskólakennara til samræmis við laun grunnskólakennara í þrepum á samningstímabilinu sem nær fram til ársins 2014. Fyrir samningana var nokkur hiti í leikskólakennurum – eðlilega, enda höfðu kjör þeirra rýrnað í samanburði við þær stéttir sem eðlilegt er að þeir beri sig saman við. Eitt af því sem Félag leikskólakennara bauðst til að semja um var að setja svokallaðar neysluhlésgreiðslur inn í grunntaxta. Reykjavíkurborg hafði þá um nokkurt skeið greitt leikskólakennurum fyrir að matast með börnum, enda þótti sanngjarnt að greiða þeim fyrir þá vinnu. Allir flokkar í Reykjavík hafa verið sammála um það frá því haustið 2007 og kært sig kollótta um ákvarðanir annarra sveitarfélaga. Eftir hrun breyttist þetta nokkuð. Til dæmis gekk betur að fá fólk til starfa í leikskólum. Þá komu oft upp hugmyndir um hvort það ætti ekki bara að fella niður þessar tilteknu greiðslur og nýta kúgunartæki markaðarins í atvinnuleysi. Að starfsfólk ætti ekki um neitt annað að velja og því væri hægt að skerða kjör þeirra. Það var sem betur fer aldrei framkvæmt – enginn flokkur var nægilega óforskammaður til að leggja það til með formlegum hætti. Talsmenn Félags leikskólakennara töluðu því um „Reykjavíkurleiðina" svokölluðu og buðu hana fram sem lausn á deilunni þegar hún tók að harðna í sumar. Að neysluhlésgreiðslurnar yrðu settar inn í grunntaxta. Þeirri tillögu var hafnað af hálfu sveitarfélaganna og ákveðið að fara aðra leið. Ákvæði um matar- og kaffitíma eru óbreytt með öllu en aftur á móti var samþykkt að vinna að því að jafna laun leikskólakennara og grunnskólakennara í áföngum á samningstímabilinu. Formaður FL sagði réttilega í Fréttablaðinu að hann hefði verið viðbúinn því að neysluhlésgreiðslurnar yrðu afnumdar. – Og án þess að ég geti fullyrt um ástæður þess, finnst mér líklegra að sá viðbúnaður sé til kominn vegna þess að meirihluti Besta flokks og Samfylkingar hefur ekki sýnt leikskólakennurum neina sérstaka virðingu það sem af er kjörtímabilinu og því fátt sem kemur þeim lengur á óvart. Mér finnst persónulega ekki sanngjarnt að stéttum sé hegnt fyrir að ná fram kröfum sínum. Mér finnst það ómaklegt af meirihlutanum að fara þessa leið, sérstaklega eftir það sem leikskólarnir hafa þurft að þola á undanförnum misserum. Undir ráðhúsinu er engin gullnáma en borgarsjóður samanstendur af milljarðatugum. Þeim fjármunum er forgangsraðað í samræmi við stefnu og verðmætamat kjörinna fulltrúa hverju sinni. Borgarstjóri getur ekki fríað sig ábyrgð á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Sóley Tómasdóttir Tengdar fréttir Af leikskólamálum Stundum er eins og fólk haldi að undir Ráðhúsi Reykjavíkur séu gullnámur sem hægt sé að ganga í þegar vantar peninga til að fjármagna eitthvað. Ég hef skoðað hvern krók og kima í Ráðhúsinu en þar er engar slíkar námur að finna. Reykjavíkurborg notar allar tekjur sínar til þess að greiða laun og halda úti þjónustu sem henni er ætlað að sinna. 29. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Stundum er eins og borgarstjóri átti sig ekki á hlutverki sínu og ábyrgð gagnvart fjármálum borgarinnar. Ég hef ítrekað reynt að kalla fram stefnu eða hugmyndafræði í ráðhúsinu en þar er ekkert slíkt að finna. Meirihlutinn forgangsraðar ekki, heldur hagræðir og sker niður samkvæmt hefðbundnum og gamaldags gildum, þar sem stóru kvennastéttirnar eru látnar taka skelli á meðan annað, harðara og karllægara er látið óáreitt. Meirihlutinn gæti auðveldlega ákveðið að bæta tiltekna þjónustu eða greiða hærri laun án þess að hækka skatta eða gjöld. Hann gæti nefnilega ákveðið að hagræða annars staðar í staðinn. Það er bara þannig. Meirihlutinn verður að sýna ábyrgð, móta stefnu og forgangsraða í samræmi við hana. Það er enn mikilvægara á óvissutímum eins og þeim sem hafa ríkt undanfarin ár og ekki sér alveg fyrir endann á. Hann á að gera raunhæfar áætlanir um að mæta eðlilegum kröfum. Síðsumars samþykktu leikskólakennarar kjarasamning sem þeir töldu góðan og viðsemjendur þeirra ásættanlegan. Sá samningur hljóðaði upp á að hækka laun leikskólakennara til samræmis við laun grunnskólakennara í þrepum á samningstímabilinu sem nær fram til ársins 2014. Fyrir samningana var nokkur hiti í leikskólakennurum – eðlilega, enda höfðu kjör þeirra rýrnað í samanburði við þær stéttir sem eðlilegt er að þeir beri sig saman við. Eitt af því sem Félag leikskólakennara bauðst til að semja um var að setja svokallaðar neysluhlésgreiðslur inn í grunntaxta. Reykjavíkurborg hafði þá um nokkurt skeið greitt leikskólakennurum fyrir að matast með börnum, enda þótti sanngjarnt að greiða þeim fyrir þá vinnu. Allir flokkar í Reykjavík hafa verið sammála um það frá því haustið 2007 og kært sig kollótta um ákvarðanir annarra sveitarfélaga. Eftir hrun breyttist þetta nokkuð. Til dæmis gekk betur að fá fólk til starfa í leikskólum. Þá komu oft upp hugmyndir um hvort það ætti ekki bara að fella niður þessar tilteknu greiðslur og nýta kúgunartæki markaðarins í atvinnuleysi. Að starfsfólk ætti ekki um neitt annað að velja og því væri hægt að skerða kjör þeirra. Það var sem betur fer aldrei framkvæmt – enginn flokkur var nægilega óforskammaður til að leggja það til með formlegum hætti. Talsmenn Félags leikskólakennara töluðu því um „Reykjavíkurleiðina" svokölluðu og buðu hana fram sem lausn á deilunni þegar hún tók að harðna í sumar. Að neysluhlésgreiðslurnar yrðu settar inn í grunntaxta. Þeirri tillögu var hafnað af hálfu sveitarfélaganna og ákveðið að fara aðra leið. Ákvæði um matar- og kaffitíma eru óbreytt með öllu en aftur á móti var samþykkt að vinna að því að jafna laun leikskólakennara og grunnskólakennara í áföngum á samningstímabilinu. Formaður FL sagði réttilega í Fréttablaðinu að hann hefði verið viðbúinn því að neysluhlésgreiðslurnar yrðu afnumdar. – Og án þess að ég geti fullyrt um ástæður þess, finnst mér líklegra að sá viðbúnaður sé til kominn vegna þess að meirihluti Besta flokks og Samfylkingar hefur ekki sýnt leikskólakennurum neina sérstaka virðingu það sem af er kjörtímabilinu og því fátt sem kemur þeim lengur á óvart. Mér finnst persónulega ekki sanngjarnt að stéttum sé hegnt fyrir að ná fram kröfum sínum. Mér finnst það ómaklegt af meirihlutanum að fara þessa leið, sérstaklega eftir það sem leikskólarnir hafa þurft að þola á undanförnum misserum. Undir ráðhúsinu er engin gullnáma en borgarsjóður samanstendur af milljarðatugum. Þeim fjármunum er forgangsraðað í samræmi við stefnu og verðmætamat kjörinna fulltrúa hverju sinni. Borgarstjóri getur ekki fríað sig ábyrgð á því.
Af leikskólamálum Stundum er eins og fólk haldi að undir Ráðhúsi Reykjavíkur séu gullnámur sem hægt sé að ganga í þegar vantar peninga til að fjármagna eitthvað. Ég hef skoðað hvern krók og kima í Ráðhúsinu en þar er engar slíkar námur að finna. Reykjavíkurborg notar allar tekjur sínar til þess að greiða laun og halda úti þjónustu sem henni er ætlað að sinna. 29. nóvember 2011 06:00
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun