Erlent

Gerði að engu sigurlikur sínar

Ásakanir forsetans fóru illa í kjósendur. nordicpotos/AFP
Ásakanir forsetans fóru illa í kjósendur. nordicpotos/AFP
Valdis Zatler, forseti Lettlands, virðist hafa hrapað í vinsældum á lokasprettinum fyrir forsetakosningar, sem haldnar verða í dag.

Hann fór hörðum orðum um þingmenn á lettneska þinginu um síðustu helgi, sagði þá veika fyrir spillingu og vill efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort rjúfa eigi þing.

Hann þótti öruggur með sigur, en samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er enginn sjáanlegur sigurvegari.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×