Vilja semja stjórnarskrá 29. janúar 2011 18:50 Ómar Ragnarsson, Salvör Nordal og Eiríkur Bergmann Einarsson voru í hópi þeirra sem náðu kjöri í kosningunum á síðasta ári. Mynd/Anton Brink Stjórnlagaþingsfulltrúar vilja að Alþingi veiti sér heimild til að koma saman og leggja drög að nýrri stjórnarskrá sem kosið yrði um í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en Alþingi fjallaði um málið. Þetta kom fram á fundi stjórnlagaþingsfulltrúa í morgun. Stjórnlagaþingsfulltrúarnir komu saman í morgun til að ræða þá stöðu sem upp er komin í kjölfar ákvörðunar Hæstaréttar um að ógilda kosninguna. Í kvöldfréttum okkar í gær sagði forsætisráðherra að stefnt yrði að því að kosið yrði aftur til stjórnlagaþings en hins vegar lægi fyrirkomulag kosninganna ekki fyrir. Á fundinum í morgun kom hins vegar fram hugmynd frá Stefáni Ólafssyni prófessor þess efnis að Alþingi skipaði þá 25 fulltrúa sem náðu kjöri í kosningunum í nóvember í sérstaka nefnd, þrátt fyrir að kosning þeirra sé nú ógild. Nefndin fengi það hlutverk að semja drög að nýrri stjórnarskrá sem lögð yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef þjóðin samþykkir stjórnarskrárdrögin yrði þeim vísað til Alþingis sem þá mundi fjalla um málið. Eiríkur Bergmann, stjórnlagaþingsfulltrúi og stjórnmálafræðingur, segir þessa leið gera það að verkum að stjórnlagaþingið sitji í skjóli þjóðarinnar en ekki Alþingis. „Þjóðin hefði auðvitað síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem raunar stjórnarskipunarlega yrði alltaf ráðgefandi en væntanlega pólitískt ansi bindandi fyrir Alþingi." Eiríkur segist hafa verið þeirrar skoðunar að heppilegast væri að boða til nýrra kosninga en þessi hugmynd breyti afstöðu hans í því máli. Þeir stjórnlagaþingsfulltrúar sem fréttastofan hefur rætt við í dag hafa almennt verið jákvæðir gagnvart hugmyndinni. „Þessi þjóðaratkvæðagreiðsluviðbót breytti mjög afstöðu manna til hugmyndarinnar um Alþingisskipun inn á þetta þing. Það var í rauninni beinlíns engin sem hafnaði hafnaði þessari leið," segir Eiríkur. Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra, mun funda með stjórnlagaþingsfulltrúum á morgun, en samkvæmt heimildum fréttastofu verður þessi hugmynd borin undir ráðherrann. Ómar Ragnarsson, Salvör Nordal og Eiríkur Bergmann Einarsson. Mynd/Anton Brink Tengdar fréttir Stjórnlagaþingmenn funduðu í dag: Útilokum ekki neitt fyrirfram „Við áttum fyrst fund með undirbúningsnefndinni til þess að hún gæti fengið viðbrögð okkar við þessu ástandi," segir Ómar Ragnarsson sem var einn þeirra sem náði kjöri í stjórnlagaþingskosningunum í haust. 22 af 25 fulltrúum áttu fund í dag þar sem farið var yfir stöðuna sem upp er komin eftir að Hæstiréttur ógilti kosninguna. 29. janúar 2011 16:36 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Stjórnlagaþingsfulltrúar vilja að Alþingi veiti sér heimild til að koma saman og leggja drög að nýrri stjórnarskrá sem kosið yrði um í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en Alþingi fjallaði um málið. Þetta kom fram á fundi stjórnlagaþingsfulltrúa í morgun. Stjórnlagaþingsfulltrúarnir komu saman í morgun til að ræða þá stöðu sem upp er komin í kjölfar ákvörðunar Hæstaréttar um að ógilda kosninguna. Í kvöldfréttum okkar í gær sagði forsætisráðherra að stefnt yrði að því að kosið yrði aftur til stjórnlagaþings en hins vegar lægi fyrirkomulag kosninganna ekki fyrir. Á fundinum í morgun kom hins vegar fram hugmynd frá Stefáni Ólafssyni prófessor þess efnis að Alþingi skipaði þá 25 fulltrúa sem náðu kjöri í kosningunum í nóvember í sérstaka nefnd, þrátt fyrir að kosning þeirra sé nú ógild. Nefndin fengi það hlutverk að semja drög að nýrri stjórnarskrá sem lögð yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef þjóðin samþykkir stjórnarskrárdrögin yrði þeim vísað til Alþingis sem þá mundi fjalla um málið. Eiríkur Bergmann, stjórnlagaþingsfulltrúi og stjórnmálafræðingur, segir þessa leið gera það að verkum að stjórnlagaþingið sitji í skjóli þjóðarinnar en ekki Alþingis. „Þjóðin hefði auðvitað síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem raunar stjórnarskipunarlega yrði alltaf ráðgefandi en væntanlega pólitískt ansi bindandi fyrir Alþingi." Eiríkur segist hafa verið þeirrar skoðunar að heppilegast væri að boða til nýrra kosninga en þessi hugmynd breyti afstöðu hans í því máli. Þeir stjórnlagaþingsfulltrúar sem fréttastofan hefur rætt við í dag hafa almennt verið jákvæðir gagnvart hugmyndinni. „Þessi þjóðaratkvæðagreiðsluviðbót breytti mjög afstöðu manna til hugmyndarinnar um Alþingisskipun inn á þetta þing. Það var í rauninni beinlíns engin sem hafnaði hafnaði þessari leið," segir Eiríkur. Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra, mun funda með stjórnlagaþingsfulltrúum á morgun, en samkvæmt heimildum fréttastofu verður þessi hugmynd borin undir ráðherrann. Ómar Ragnarsson, Salvör Nordal og Eiríkur Bergmann Einarsson. Mynd/Anton Brink
Tengdar fréttir Stjórnlagaþingmenn funduðu í dag: Útilokum ekki neitt fyrirfram „Við áttum fyrst fund með undirbúningsnefndinni til þess að hún gæti fengið viðbrögð okkar við þessu ástandi," segir Ómar Ragnarsson sem var einn þeirra sem náði kjöri í stjórnlagaþingskosningunum í haust. 22 af 25 fulltrúum áttu fund í dag þar sem farið var yfir stöðuna sem upp er komin eftir að Hæstiréttur ógilti kosninguna. 29. janúar 2011 16:36 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Stjórnlagaþingmenn funduðu í dag: Útilokum ekki neitt fyrirfram „Við áttum fyrst fund með undirbúningsnefndinni til þess að hún gæti fengið viðbrögð okkar við þessu ástandi," segir Ómar Ragnarsson sem var einn þeirra sem náði kjöri í stjórnlagaþingskosningunum í haust. 22 af 25 fulltrúum áttu fund í dag þar sem farið var yfir stöðuna sem upp er komin eftir að Hæstiréttur ógilti kosninguna. 29. janúar 2011 16:36