Innlent

Norður-Víkingur hefst á morgun

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Heræfingin Norður Víkingur hefst á morgun og stendur til tíunda júní, en hún er haldin í samræmi við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 2006.

Þetta er í þriðja skiptið sem æfingin fer fram síðan þá, en þátttökuríkin eru Danmörk, Ítalía, Noregur og Bandaríkin.

Það er bandaríski flugherinn í Evrópu sem ber ábyrgð á æfingunni, en ítalska flugsveitin tekur þátt í fyrsta skipti.

Meðal annars verða æfðir liðsflutningar til og frá landinu með áherslu á varnaræfingar í lofti, auk verkefna á sjó.

Reynt verður að hafa verkefnin sem raunverulegust. Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna æfingarinnar verði tæpar 30 milljónir króna, en öll útgjöld fara til þjónustufyrirtækja hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×