Viðskipti innlent

Stjórnendur Kaupþings hugsanlega yfirheyrðir á ný

Nokkrir fyrrum stjórnendur Kaupþings voru handteknir og yfirheyrðir í maí á síðasta ári. Bankastjórinn fyrrverandi, Hreiðar Már Sigurðsson, var auk þess úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hér sést hann fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur.
Nokkrir fyrrum stjórnendur Kaupþings voru handteknir og yfirheyrðir í maí á síðasta ári. Bankastjórinn fyrrverandi, Hreiðar Már Sigurðsson, var auk þess úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hér sést hann fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur. Mynd/Anton Brink
Hugsanlega þarf að kalla stjórnendur og aðra starfsmenn Kaupþings aftur í yfirheyrslu hjá embætti sérstaks saksóknara nú þegar Hæstiréttur Lúxemborgar hefur úrskurðað um að afhenda skuli embætti sérstaks saksóknara gögn sem haldlögð voru í húsleit hjá Banque Havilland í febrúar á síðasta ári. Embættið er meðal annars að rannsaka meinta markaðsmisnotkun Kaupþings banka og önnur brot sem varða auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga.

Embætti sérstaks saksóknara hefur beðið í tæpt ár eftir gögnunum sem haldlögð voru í Lúxemborg en þau eru talin hafa verulega þýðingu fyrir rannsóknir embættisins á málefnum Kaupþings banka.


Tengdar fréttir

Sérstakur saksóknari fær gögnin frá Lúxemborg

Hæstiréttur Lúxemborgar hefur úrskurðað að lögregluyfirvöld afhendi sérstökum saksóknara á Íslandi öll gögn úr Banque Havilland bankanum í Lúxemborg. Gögnin eru talin hafa verulega þýðingu fyrir rannsókn á Kaupþingi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×