Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2025 11:38 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis. Aðsend Í desember síðastliðnum seldi Kerecis hugverkaréttindi félagsins til danska móðurfélagsins Coloplast. 180 milljarða kaup Coloplast á íslensku hugviti eru að fullu skattskyld hér á landi og áætlaðar skattgreiðslur nema hátt í fjörutíu milljörðum króna. Í fréttatilkynningu frá Kerecis segir að salan sé til samræmis við stefnu Coloplast að hugverkaréttindi samstæðunnar séu í eigu móðurfélagsins. Um sé að ræða hátt í tvö hundruð einkaleyfi í eigu Kerecis, sem varði uppfinningar Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar og samstarfsmanna hans í Kerecis. Jafnast á við söluna Söluandvirði hugverkaréttindanna hafi numið 1,3 milljörðum dollara eða ígildi um 180 milljörðum íslenskra króna miðað við núverandi gengi gjaldmiðla. Salan sé að fullu leyti skattskyld á Íslandi og áætlaðar skattgreiðslur séu hátt í fjörutíu milljarðar króna. Samkvæmt íslenskum skattareglum sé mögulegt að dreifa skattgreiðslunni yfir sjö ára tímabil. Kerecis hafi verið selt árið 2023 fyrir um 180 milljarðar króna og 113 millljarðar króna hafi runnið til íslenskra hluthafa og þar af 22 milljarðar króna til hluthafa á Vestfjörðum. Styrkir skilað sér og vel það Verðmætasköpun Kerecis í formi sölutekna á heimsvísu á árunum 2013 til 2025 nemi um níutíu milljörðum króna, sem sé 125 sinnum meira en fyrirtækið hefur þegið í styrki. 130 manns starfi hjá fyrirtækinu á Íslandi. Áttatíu á Ísafirði og fimmtíu í Reykjavík. Kerecis hafi verið stofnað sem ráðgjafafyrirtæki undir nafninu FnF árið 2007 af Guðmundi Fertram Sigurjónssyni en fljótlega hafi nafninu verið breytt í Kerecis. Frá árinu 2010 hafi fyrirtækið einblínt á þróun sáraroðs, sem framleitt sé í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Ísafirði. Flutningur á eignarhaldi hugverkanna hafi engin áhrif á starfsemi Kerecis á Íslandi og höfuðstðvar Kerecis verði áfram á Íslandi. Talsverður vöxtur hafi verið í starfsmannahaldi og umsvifum Kerecis á Íslandi síðan félagið var selt til Coloplast. „Það er afskaplega góð tilfinning að sjá núna svart á hvítu þau verðmæti sem stafsmenn Kerecis hafa skapað undanfarin ár. Hér er um háar upphæðir að ræða sem sannanlega sýna að nýsköpun, frumkvöðlastarf og hvetjandi starfsskilyrði knýja verðmætasköpun, fjölbreytni og velsæld fyrir okkur öll á Íslandi,“ er haft eftir Guðmundi Fertram. Nýsköpun Ísafjarðarbær Heilbrigðismál Danmörk Skattar og tollar Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Kerecis segir að salan sé til samræmis við stefnu Coloplast að hugverkaréttindi samstæðunnar séu í eigu móðurfélagsins. Um sé að ræða hátt í tvö hundruð einkaleyfi í eigu Kerecis, sem varði uppfinningar Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar og samstarfsmanna hans í Kerecis. Jafnast á við söluna Söluandvirði hugverkaréttindanna hafi numið 1,3 milljörðum dollara eða ígildi um 180 milljörðum íslenskra króna miðað við núverandi gengi gjaldmiðla. Salan sé að fullu leyti skattskyld á Íslandi og áætlaðar skattgreiðslur séu hátt í fjörutíu milljarðar króna. Samkvæmt íslenskum skattareglum sé mögulegt að dreifa skattgreiðslunni yfir sjö ára tímabil. Kerecis hafi verið selt árið 2023 fyrir um 180 milljarðar króna og 113 millljarðar króna hafi runnið til íslenskra hluthafa og þar af 22 milljarðar króna til hluthafa á Vestfjörðum. Styrkir skilað sér og vel það Verðmætasköpun Kerecis í formi sölutekna á heimsvísu á árunum 2013 til 2025 nemi um níutíu milljörðum króna, sem sé 125 sinnum meira en fyrirtækið hefur þegið í styrki. 130 manns starfi hjá fyrirtækinu á Íslandi. Áttatíu á Ísafirði og fimmtíu í Reykjavík. Kerecis hafi verið stofnað sem ráðgjafafyrirtæki undir nafninu FnF árið 2007 af Guðmundi Fertram Sigurjónssyni en fljótlega hafi nafninu verið breytt í Kerecis. Frá árinu 2010 hafi fyrirtækið einblínt á þróun sáraroðs, sem framleitt sé í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Ísafirði. Flutningur á eignarhaldi hugverkanna hafi engin áhrif á starfsemi Kerecis á Íslandi og höfuðstðvar Kerecis verði áfram á Íslandi. Talsverður vöxtur hafi verið í starfsmannahaldi og umsvifum Kerecis á Íslandi síðan félagið var selt til Coloplast. „Það er afskaplega góð tilfinning að sjá núna svart á hvítu þau verðmæti sem stafsmenn Kerecis hafa skapað undanfarin ár. Hér er um háar upphæðir að ræða sem sannanlega sýna að nýsköpun, frumkvöðlastarf og hvetjandi starfsskilyrði knýja verðmætasköpun, fjölbreytni og velsæld fyrir okkur öll á Íslandi,“ er haft eftir Guðmundi Fertram.
Nýsköpun Ísafjarðarbær Heilbrigðismál Danmörk Skattar og tollar Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira