Handbolti

Óskar Bjarni: Verðum að vera brjálaðir

Henry Birgir Gunnarsson í Linköping skrifar

Það var gott hljóðið í Óskari Bjarna Óskarssyni aðstoðarlandsliðsþjálfara þegar Vísir hitti hann í dag á lokaæfingu landsliðsins fyrir HM.

"Það er alltaf mesti spenningurinn fyrir fyrsta leikinn. Það gengur allt vel og allir heilir. Við þurfum svo að passa að spennustigið sé rétt í leiknum gegn Ungverjum," sagði Óskar.

"Það kom smá bakslag í þetta hjá okkur gegn Lettum og Austurríki. Gegn Þjóðverjum fannst mér neistinn og gleðinn koma aftur hjá okkur. Það verður að vera til staðar. Við verðum að vera alveg brjálaðir," sagði Óskar en hvað þarf íslenska liðið að gera til þess að ná yfirtökum gegn Ungverjum?

"Við verðum að ná vörninni í gang og passa að þeir svæfi okkur ekki. Ég vil sjá okkur brjóta vel á þeim, fá spjöld og komast í takt við leikinn."

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í myndbandinu hér að ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×