Erlent

Ratko leiddur fyrir dómara í dag

Ratko í stríðinu á miðjum tíunda áratugnum.
Ratko í stríðinu á miðjum tíunda áratugnum.
Ratko Mladic, sem grunaður er um verstu stríðsglæpi seinni tíma í Evrópu, kemur fyrir almennings sjónir í dag í fyrsta sinn frá því að hann var handtekinn í Serbíu í síðustu viku.

Hann er talinn bera ábyrgð á fjöldamorðum og skipulegum nauðgunum í Bosníu á árunum 1992 til 1995. Þegar Mladic var handtekinn hafði hann verið í felum í rúman áratug.

Mladic kemur fyrir dómara í dag en starfsmaður alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins í Haag, sem fer með málefni fyrrverandi Júgóslavíuríkja, segir að Mladic hafi frá fyrstu stundu verið afar samvinnuþýður eftir að hann var framseldur frá Serbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×