Handbolti

Naumur sigur Fram á Stjörnunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram.
Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram. Mynd/Anton

Fram vann í dag eins marks sigur á Stjörnunni, 25-24, í N1-deild kvenna og er nú með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar.

Staðan í hálfleik var 14-12, Fram í vil. Sigurbjörg Jóhannsdóttir var markahæst í liði Framara með sex mörk en þær Karen Knútsdóttir og Pavla Nevarilova skoruðu fimm mörk hvor.

Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoraði níu mörk fyrir Stjörnuna og Hanna G. Stefánsdóttir sjö.

Alls fóru fjórir leikir fram í deildinni í dag. ÍBV vann tíu marka sigur á ÍR, 31-21, og Fylkir vann FH, 26-20.

Leikskýrsla úr viðureign Vals og HK hefur ekki borist.

Stjarnan - Fram 24-25 (12-14)



Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 9, Hanna G. Stefánsdóttir 7, Sólveig Lára Kjærnested 3, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Kristín Jóhanna Clausen 1, Rut Steinsen 1, Þórhildur Gunnarsdóttir 1.

Mörk Fram: Sigurbjörg Jóhannsdóttir 6, Karen Knútsdóttir 5, Pavla Nevarilova 5, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 4, Stella Sigurðardóttir 2, Marthe Sördal 1, Hildur Þorgeirsdóttir 1, Anna María Guðmundsdóttir 1.

Fylkir - FH 26-20 (14-11)

Mörk Fylkis: Sunna María Einarsdóttir 8, Sunna Jónsdóttir 6, Nataly Sæunn Valencia 4, Elín Helga Jónsdóttir 3, Anna María Guðmundsdóttir 2, Jóhanna Tryggvadóttir 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Áslaug Gunnarsdóttir 1.

Mörk FH: Heiðdís Guðmundsdóttir 7, Aníta Mjöll Ægisdóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 2, Sigrún Gilsdóttir 2, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 2, Steinunn Snorradóttir 1, Hind Hannesdóttir 1, Ingibjörg Pálmadóttir 1, Arnheiður Guðmundsdóttir 1.



ÍBV - ÍR 31-21 (18-12)


Mörk ÍBV: Guðbjörg Guðmarsdóttir 8, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 7, Ester Óskarsdóttir 4, Ester Óskarsdóttir 4, Renata Horvath 3, Aníta Elíasdóttir 3, Drífa Þorvalsdóttir 2, Lovísa Jóhannsdóttir 2, Guðný ÓSk Guðmundsdóttir 1.

Mörk ÍR: Sif Jónsdóttir 7, Silja Ísberg 5, Guðrún María Guðmundsdóttir 3, Ella Kowac 3, Jóhanna Guðbjörnsdóttir 2, Árný Rut Jónsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×