Viðskipti innlent

Flest málin tengjast starfsemi Kaupþings í Lúxemborg

Flest þeirra mála sem tengjast Kaupþingi og eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara tengjast starfsemi bankans í Lúxemborg. Gögnin sem embættið fær á allra næstu dögum hafa því verulega þýðingu fyrir rannsókn á málefnum Kaupþings en hún er vel á veg komin.

Hæstiréttur Lúxemborgar hefur staðfest úrskurð undirréttar þar í landi um að lögregluyfirvöldum í Lúxemborg beri að afhenda embætti sérstaks saksóknara á Íslandi gögn sem haldlögð voru í húsleit hjá Banque Havilland í Lúxemborg hinn 12. febrúar á síðasta ári.

„Við teljum að þau geti veitt veigamiklar upplýsingar um hluti sem áttu sér stað í Lúxemborg og munu gera sitt til að varpa ljósi á staðreyndir þess," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.

Flest þeirra mála sem tengjast Kaupþingi og eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara tengjast starfsemi bankans í Lúxemborg.

„Það voru töluvert mörg félög sem voru inn í þessum viðskiptum sem áttu og voru starfrækt frá Lúxemberg. Hins vegar var um að ræða ákveðnar millifærslur í bankanum sem vörðuðu þessi viðskipti. Þetta voru gögn sem þurftum einfaldlega að sjá til að geta upplýst þessi mál."

Ólafur Þór segist ekki geta tilgreint nákvæmlega hvað þetta er mikið af gögnum en þó er ljóst að um afar mikið magn að ræða, en búist er við að gögnin berist embættinu á næstu dögum.


Tengdar fréttir

Stjórnendur Kaupþings hugsanlega yfirheyrðir á ný

Hugsanlega þarf að kalla stjórnendur og aðra starfsmenn Kaupþings aftur í yfirheyrslu hjá embætti sérstaks saksóknara nú þegar Hæstiréttur Lúxemborgar hefur úrskurðað um að afhenda skuli embætti sérstaks saksóknara gögn sem haldlögð voru í húsleit hjá Banque Havilland í febrúar á síðasta ári. Embættið er meðal annars að rannsaka meinta markaðsmisnotkun Kaupþings banka og önnur brot sem varða auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga.

Gætu varpað ljósi á lánveitingar Kaupþings

Gögn sem sérstakur saksóknari fær afhent frá Lúxemborg gætu varpað ljósi á háar lánveitingar til eignarhaldsfélaga sem fengu lán til að kaupa skuldatryggingar og hlutabréf Kaupþings banka.

Sérstakur saksóknari fær gögnin frá Lúxemborg

Hæstiréttur Lúxemborgar hefur úrskurðað að lögregluyfirvöld afhendi sérstökum saksóknara á Íslandi öll gögn úr Banque Havilland bankanum í Lúxemborg. Gögnin eru talin hafa verulega þýðingu fyrir rannsókn á Kaupþingi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×