Lífið

Framtíð Bíós Paradísar rædd

Bíó Paradís fékk nýverið tíu milljónir króna úr ríkissjóði á fjárlögum 2011.
Fréttablaðið/Anton
Bíó Paradís fékk nýverið tíu milljónir króna úr ríkissjóði á fjárlögum 2011. Fréttablaðið/Anton
Bíó Paradís fékk nýverið tíu milljónir króna úr ríkissjóði á fjárlögum 2011. Þessa dagana standa yfir viðræður um skyldur kvikmyndahússins gagnvart framlagi ríkisins og munu þær standa yfir næstu eina til tvær vikur.

Í júlí síðastliðnum ákvað Reykjavíkurborg að veita Bíói Paradís tólf milljónir króna í rekstrar- og framkvæmdastyrk. Sex milljónir áttu að renna til viðhalds á húsinu og hinar sex að renna stoðum undir reksturinn fyrstu mánuðina.

Kvikmyndahúsið tók til starfa í gamla Regnboganum um miðjan september í fyrra. Þar er lögð áhersla á listrænar bíómyndir, klassískar myndir og kvikmyndahátíðir. Salirnir eru fjórir í húsinu og því þarf aðsóknin að vera góð til að reksturinn standi undir sér. Kaffihús er í Bíói Paradís sem hingað til hefur aðeins verið opið á sama tíma og bíóið. Stefnan hefur þó verið sett á að með hækkandi sól verði það einnig opið á öðrum tímum.

Lovísa Óladóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar, segir að bíóið hafi fengið fín viðbrögð síðan það var sett á laggirnar og að mikil velvild sé í garð þess. „Starfsemin er í mjög góðum farvegi og framtíð Bíós Paradísar er björt," segir hún og bætir við: „Það er mikilvægt að fólk sýni áhuga sinn í verki með því að mæta í bíó."

Á meðal þess sem Bíó Paradís tók til sýningar í fyrra voru myndirnar sem voru tilnefndar til Norrænu kvikmyndaverðlaunanna og íslensku heimildarmyndirnar Með hangandi hendi og Backyard. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.