Ísland er alltaf heimalandið 8. janúar 2011 16:00 "Ég hef ekki verið þekkt fyrir að skipuleggja hlutina langt fram í tímann," segir Dóra Takefusa. „Mér finnst afmælisdagar barnanna minna stórkostlega merkilegir en mitt afmæli engin sérstök hátíð," segir Dóra Takefusa, sem er fertug í dag. Oft segir hún samt hafa verið gestkvæmt 8. janúar, hún hafi bakað, búið til heita rétti eða boðið í "bröns" en aldrei nennt að halda partí. Í ár ætlar hún út að borða og leyfa sér svo að skreppa fljótlega í smáfrí, það hafi hún ekki gert í mörg ár. „Draumurinn er að slökkva á símanum og fara eitthvert suður á bóginn í nokkra daga," segir hún. Dóra á sínar fyrstu minningar frá Seyðisfirði og telur það forréttindi að hafa alist upp í svo litlum og vinalegum bæ. „Innst inni er ég þó borgarbarn enda flutti ég að heiman fimmtán ára því ég þráði stórborgina Reykjavík. Síðan hef ég mátað mig við margar aðrar borgir," viðurkennir hún. Nú býr Dóra í Kaupmannahöfn þar sem hún á tvo veitingastaði, Jolene bar sem hún hefur rekið í nokkur ár og kaffihús sem hún er nýbúin að opna. „Þetta eru ólíkir staðir," segir Dóra og lýsir stemningunni þar. „Jolene er partí en kaffihúsið kósí." Hún kveðst hafa gaman af þessari atvinnustarfsemi þótt hún hafi aldrei verið á langtímaplani. „Ég hef ekki verið þekkt fyrir að skipuleggja hlutina langt fram í tímann. Í rauninni hefur Kaupmannahöfn leitt mig út í þetta og það er bara mjög gaman." Er hún þá alveg flutt af landi brott? „Nei, nei, maður er aldrei fluttur alveg. Ég bjó einu sinni í Los Angeles og í fjögur ár í London en Ísland er alltaf heimalandið." Meðal þeirra staða sem Dóra hefur ferðast til er Japan enda á hún föður þar, sem reyndar bjó á Íslandi og í Danmörku í 15-20 ár. „Maður skreppur ekkert til Japan si svona svo ég hitti pabba nú ekki oft," viðurkennir hún. Kveðst samt aðspurð vera mikil fjölskyldumanneskja. „Mér líður best þegar ég hef svona tíu manns í mat. Kannski er það þess vegna sem ég er að reka veitingahús," segir Dóra, sem á íslenskan kærasta og tvö börn, son sem er að verða 21 árs nú í janúar og átta ára dóttur. Dóra lék í þremur kvikmyndum á tíunda áratugnum, Einkalífi, Veggfóðri og Bak við tjöldin. Skærast skein þó stjarna hennar á Skjá einum enda minnist hún tímans þar með mikilli ánægju. „Það var skemmtilegt og gefandi að taka þátt í að byggja upp Skjá einn og hefur mikið tilfinningalegt gildi í minningunni. Hópurinn þar var eins og ein fjölskylda og innan hans skapaðist sterk og góð vinátta." Hvar skyldi Dóra svo sjá sjálfa sig í anda eftir tuttugu ár? „Ég hef ekki hugmynd um það. Veit ekki einu sinni hvað mig langar að gera eftir tvö ár," segir hún einlæg. "Ég er búin að ganga í gegnum mörg frábær tímabil um ævina, hef gaman af að láta lífið koma mér á óvart og koma þá sjálfri mér á óvart í leiðinni." gun@frettabladid.is Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Mér finnst afmælisdagar barnanna minna stórkostlega merkilegir en mitt afmæli engin sérstök hátíð," segir Dóra Takefusa, sem er fertug í dag. Oft segir hún samt hafa verið gestkvæmt 8. janúar, hún hafi bakað, búið til heita rétti eða boðið í "bröns" en aldrei nennt að halda partí. Í ár ætlar hún út að borða og leyfa sér svo að skreppa fljótlega í smáfrí, það hafi hún ekki gert í mörg ár. „Draumurinn er að slökkva á símanum og fara eitthvert suður á bóginn í nokkra daga," segir hún. Dóra á sínar fyrstu minningar frá Seyðisfirði og telur það forréttindi að hafa alist upp í svo litlum og vinalegum bæ. „Innst inni er ég þó borgarbarn enda flutti ég að heiman fimmtán ára því ég þráði stórborgina Reykjavík. Síðan hef ég mátað mig við margar aðrar borgir," viðurkennir hún. Nú býr Dóra í Kaupmannahöfn þar sem hún á tvo veitingastaði, Jolene bar sem hún hefur rekið í nokkur ár og kaffihús sem hún er nýbúin að opna. „Þetta eru ólíkir staðir," segir Dóra og lýsir stemningunni þar. „Jolene er partí en kaffihúsið kósí." Hún kveðst hafa gaman af þessari atvinnustarfsemi þótt hún hafi aldrei verið á langtímaplani. „Ég hef ekki verið þekkt fyrir að skipuleggja hlutina langt fram í tímann. Í rauninni hefur Kaupmannahöfn leitt mig út í þetta og það er bara mjög gaman." Er hún þá alveg flutt af landi brott? „Nei, nei, maður er aldrei fluttur alveg. Ég bjó einu sinni í Los Angeles og í fjögur ár í London en Ísland er alltaf heimalandið." Meðal þeirra staða sem Dóra hefur ferðast til er Japan enda á hún föður þar, sem reyndar bjó á Íslandi og í Danmörku í 15-20 ár. „Maður skreppur ekkert til Japan si svona svo ég hitti pabba nú ekki oft," viðurkennir hún. Kveðst samt aðspurð vera mikil fjölskyldumanneskja. „Mér líður best þegar ég hef svona tíu manns í mat. Kannski er það þess vegna sem ég er að reka veitingahús," segir Dóra, sem á íslenskan kærasta og tvö börn, son sem er að verða 21 árs nú í janúar og átta ára dóttur. Dóra lék í þremur kvikmyndum á tíunda áratugnum, Einkalífi, Veggfóðri og Bak við tjöldin. Skærast skein þó stjarna hennar á Skjá einum enda minnist hún tímans þar með mikilli ánægju. „Það var skemmtilegt og gefandi að taka þátt í að byggja upp Skjá einn og hefur mikið tilfinningalegt gildi í minningunni. Hópurinn þar var eins og ein fjölskylda og innan hans skapaðist sterk og góð vinátta." Hvar skyldi Dóra svo sjá sjálfa sig í anda eftir tuttugu ár? „Ég hef ekki hugmynd um það. Veit ekki einu sinni hvað mig langar að gera eftir tvö ár," segir hún einlæg. "Ég er búin að ganga í gegnum mörg frábær tímabil um ævina, hef gaman af að láta lífið koma mér á óvart og koma þá sjálfri mér á óvart í leiðinni." gun@frettabladid.is
Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“